Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Hjörtur dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni
Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari.
Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla annað kvöld þegar Stjarnan og Fylkir eigast við.

Sigurður er búsettur á Akureyri en hann hefur einnig verið að dæma í handbolta, meðal annars á alþjóðlegum vettvangi.

Þess má til gamans geta að hann er nýkominn frá Berlín þar sem hann var að keppa á Evrópuleikunum í Crossfit og lenti í 18 sæti af þeim 40 sem komust á þetta mót.

5. umferð Pepsi-deildarinnar hefst í dag með tveimur leikjum og svo verða fjórir leikir á morgun.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Grindavíkur og Vals á morgun. Vilhjálmur var valinn besti dómarinn í fyrra en hefur ekki dæmt síðan í fyrstu umferð þar sem hann hefur verið við störf á Evrópumóti U17 landsliða.

Þar fékk hann mjög góðar umsagnir og dæmdi meðal annars annan af undanúrslitaleikjum mótsins.

Hér að neðan má sjá leiki 5. umferðar Pepsi-deildarinnar og hverjir verða með flauturnar í þeim leikjum.

mánudagur 21. maí
15:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur) - Pétur Guðmundsson
19:15 Fjölnir-KR (Extra völlurinn) - Þóroddur Hjaltalín

þriðjudagur 22. maí
19:15 Grindavík-Valur (Grindavíkurvöllur) - Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
19:15 KA-Keflavík (Akureyrarvöllur) -
Helgi Mikael Jónasson
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn) - Sigurður Hjörtur Þrastarson
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur) -
Ívar Orri Kristjánsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner