Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 22. ágúst 2014 17:22
Grímur Már Þórólfsson
Meyer er ekki að hugsa um Arsenal og Chelsea
Max Meyer
Max Meyer
Mynd: Getty Images
Hinn gríðarlegi efnilegi Max Meyer segist vera ánægður hjá Schalke þrátt fyrir orðróma um að hann sé á förum

Þesis 18 ára gamli sóknartengiliður spilaði 30 leiki og skoraði 6 mörk á síðasta tímabili fyrir Schalke.

Hann svo valinn í 30 manna hóp þjóðverja fyrir heimsmeistarakeppnina Þá spilaði hann sinn fyrsta landsleik í maí gegn Póllandi. Hann komst þó ekki í endanlegan hóp þjóðverja sem vann svo heimsmeistarakeppnina.

Lið eins og Arsenal og Chelsea hafa verið orðuð við hann en hann hafnar því að hann sé á förum frá Schalke.

„Arsenal og Chelsea? Ég er ekki að hugsa um það, ég hunsa alla slíka orðróma. Það er auðvitað jákvætt að vera orðaður við stærri lið því það þýðir að maður sé að gera eitthvað rétt."

„Félagsskipti eru þó ekki á döfinni hjá mér. Mér lýður mjög vel hjá Schalke. Þetta er mitt heimili og hérna er fjölskyldan og vinir." Sagði Max Meyer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner