Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 23. júlí 2015 17:51
Elvar Geir Magnússon
FH í framlengingu í Bakú - Tíu eftir dómaraskandal
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Inter Baku 1 - 2 FH (Samtals: 3-3)
1-0 Abbas Huseynov ('45 )
1-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('47 )
1-2 Kristján Flóki Finnbogason ('52 )
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason, FH ('55)

Í þessum skrifuðu orðum er FH á leið í framlengingu í Aserbaidsjan þar sem liðið er að leika gegn Inter Baku. Staðan 1-2 eftir venjulegan leiktíma og því 3-3 samanlagt.

Inter komst yfir í blálok fyrri hálfleiks en snemma í síðari jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson með marki af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Jeremy Serwy.

Á 52. mínútu skoraði svo Kristján Flóki Finnbogason, sem hafði komið inn sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Bjarni Þór Viðarsson meiddist. Serwy átti fyrirgjöf og Atli Guðnason skallaði knöttinn fyrir Kristján Flóka.

Nokkrum mínútum síðar fékk Kristján Flóki ranglega annað gula spald og þar með rautt. Glórulaus dómur hjá úkraínska dómaranum Yaroslav Kozyk.

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu
Athugasemdir
banner
banner