Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 24. ágúst 2016 21:18
Mist Rúnarsdóttir
Ásgerður Stefanía: Búin að hugsa um titilinn síðan í fyrra
Ásgerður og félagar eru með 5 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar
Ásgerður og félagar eru með 5 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta eru ótrúlega mikilvæg stig. Þetta er þessi extra leikur sem við áttum inni og það var virkilega mikilvægt að taka þrjú stig í kvöld,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍBV

„ÍBV er með frábært lið og við vissum það vel fyrir leikinn að við þyrftum að leggja okkur 110% fram til að taka þrjú stig í dag og við gerðum það. Við hlupum eins og skrattar inni á vellinum og áttum held ég stigin þrjú skilið þó þetta hefði örugglega verið sanngjarnt jafntefli.”

Markið sem skildi liðin af í kvöld var af dýrari gerðinni en Ana Cate sendi fallegan bolta á Donnu Key sem kláraði svo af mikilli yfirvegun og öryggi.

„Ana er með ótrúlega góðan fót úti á hægri kantinum og DK er búin að vera frá í einn og hálfan mánuð næstum því en klárar þetta vel og það er gott að hafa svona sóknarmenn í okkar liði.”

Eftir að 13 umferðir eru búnar af mótinu er Stjarnan með 5 stiga forskot á Breiðablik sem er í 2.sæti. Ásgerður segir það gott að þurfa ekki að treysta á aðra en sjálfa sig en að það sé að sama skapi enn nóg eftir af mótinu.

„Auðvitað er þægilegt að vera með forskot á þær og við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Þetta er í okkar höndum. Það er þægilegt. En fimm leikir. Þá er ansi mikið eftir.”

„Ég er búin að hugsa um þennan Íslandsmeistaratitil síðan í fyrra þannig að ég er aðeins byrjuð að hugsa út í hann en þetta er ekki næstum því búið,”
sagði Ásgerður meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner