Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að vera með ÍA í úrslitaleiknum
Erik Tobias Sandberg.
Erik Tobias Sandberg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg var fjarri góðu gamni þegar ÍA tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins í síðustu viku.

ÍA mætti þá Val á Hlíðarenda og vann þar sigur eftir vítaspyrnukeppni.

Í samtali við Fótbolta.net segir Sandberg að meiðslin hafi verið smávægileg og hann sé að komast aftur af stað ef þau. Hann vonast til að vera með í úrslitaleik Lengjubikarsins gegn Breiðabliki á miðvikudaginn.

„Ég lenti í smávægilegum meiðslum, ekkert alvarlegt. Ég er kominn til baka núna," sagði Sandberg við Fótbolta.net.

Sandberg gekk í raðir ÍA á dögunum frá Jerv í Noregi. Hann er 23 ára gamall miðvörður sem er uppalinn í Lilleström en hann á 103 leiki í öllum keppnum með uppeldisfélagi sínu, Skeid og Jerv.

Alls á hann 31 leik í efstu deild og hefur hann þá spilað 54 leiki og skorað þrjú mörk fyrir öll yngri landslið Noregs.
Athugasemdir
banner
banner
banner