Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 26. júlí 2015 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Di Maria á leið til PSG fyrir 46,5 milljónir punda?
Powerade
Di Maria er áfram í slúðrinu
Di Maria er áfram í slúðrinu
Mynd: Getty Images
Ayew er ekki sáttur með Lorient
Ayew er ekki sáttur með Lorient
Mynd: Getty Images
Enn hefur ekkert tilboð borist í De Bruyne
Enn hefur ekkert tilboð borist í De Bruyne
Mynd: Getty Images
Það er eins og venjulega úr nógu að taka í slúðrinu í dag. BBC tekur saman það helsta.



Manchester United hefur ákveðið að selja Angel Di Maria til PSG fyrir 46,5 milljónir punda. (L'Equipe)

Laurent Blanc, stjóri PSG, segir að sé góður möguleiki á því að Di Maria muni ganga til liðs við franska stórliðið. (Sun)

Di Maria hefur greint Louis Van Gaal, stjóra Man Utd, frá því að hann vilji yfirgefa félagið vegna þess að hann og fjölskylda hans hafa verið ófær um að setjast að í Englandi eftir að reynt var að brjótast inn á heimili þeirra í Cheshire. (Sunday Express)

Hins vegar hefur United hafnað boðum frá Newcastle og Inter í Michael Carrick, miðjumann liðsins. (Sunday People)

Tottenham mun ganga frá kaupum á Saido Berahino, leikmanni West Brom, á næstu tveimur sólarhringum. (Sunday Express)

Tottenham hefur ekki enn lagt fram tilboð í Moussa Sissoko, leikmann Newcastle, og þess vegna gæti Liverpool freistast til að gera tilboð í Frakkann. (Daily Star)

Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, segir að hann sé duglegur að taka inn verkjalyf eftir leiki með liðinu, en hann er sá leikmaður sem oftast er brotið á í ensku úrvalsdeildinni. (Sunday Telegraph)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palce, er vongóður að krækja í sinn fyrrum leikmann, Fabricio Coloccini frá Newcastle. (Sunday People)

Jordan Ayew, leikmaður Lorient, er ekki sáttur með félagið og segir að það vilja fá of mikið borgað fyrir sig. (Observer)

Swansea leiðir kapphlaupið um Steven Fletcher, leikmann Sunderland, en talið er að Skotinn muni kosta 4 milljónir punda, (Sunday Mirror)

Theo Walcott er við það að gera nýjan samning við Arsenal, en samningurinn mun gera hann að einum launahæsta leikmanni liðsins. (Sunday Mirror)

Vonir Arsenal að fá Alexandre Lacazette frá Lyon hafa minnkað töluvert eftir að þjálfari Lyon greindi frá því að leikmaðurinn yrði líklega áfram hjá félaginu. (London Evening Standard News)

Manchester City ætlar að selja framherjana Edin Dzeko og Stevan Jovetic, með það að vonum af fá Gonzalo Higuain, framherja Napoli, í staðinn. (Sun)

Dieter Hecking, stjóri Wolfsburg, segir að enn hafi engin tilboð borist í Kevin De Bruyne. (Mail on Sunday)

Leicester er nýjasta liðið til að blanda sér í baráttuna um Rickie Lambert, sóknarmann Liverpool. (Mail on Sunday)

Þýski miðjumaðurinn, Bastian Schweinsteiger, gæti gert gæfumuninn og hjálpað Manchester United að vinna ensku úrvalsdeildina en þetta segir fyrirliðinn, Wayne Rooney. (Sunday Telegraph)

Roma hefur lýst yfir vonbrigðum sínum eftir að fimm leikmönnum liðsins var neituð innganga í Indónesíu í æfingaferð þeirra. Ítalska félagið vildi ekki tilgreina hvers vegna þessum fimm leikmönnum var ekki hleypt inn í landið. (Observer)
Athugasemdir
banner
banner
banner