Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 29. mars 2024 16:03
Hafliði Breiðfjörð
Víkingur kynnir nýja keppnistreyju þar sem svarti liturinn tekur yfir
Nýja treyjan.
Nýja treyjan.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Víkingur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem ný keppnistreyja fyrir komandi tímabil var kynnt. Í fyrsta sinn í sögu félagsins er treyjan í meirihluta svört.

Hönnuðir treyjunnar eru Halldór Smári Sigurðson leikmaður Víkingsliðsins og Bergur Guðnason. Þeir hófu vinnu við hönnun treyjunnar í febrúar á síðasta ári og heimsóttu framleiðandann Macron á Ítalíu í ágúst.

Víkingar kynna nýja keppnistreyju hannaða af Halldóri Smára Sigurðssyni, leikmanni Víkings og Bergi Guðnasyni.

Síðastliðið ár hefur gríðarleg vinna farið í hugmyndavinnu og endanlega hönnun treyjunnar. Allt frá sniði, kraga, stroffs eða hversu þykkar rendurnar áttu að vera var útpælt og niðurstaðan er stórglæsileg.

Í fyrsta sinn í sögu Víkings er treyjan að meirihluta svört. Að sögn Halldórs og Bergs er mikilvægt að þora að ýta við útliti treyjunnar með það að markmiði hönnun hennar og útlit staðni ekki.

Treyjuna má kaupa í öllum helstu stærðum á vef félagsins, allt frá XS upp í 4XL. Áætlað er að treyjan komi til landsins í fyrstu vikunni í maí og verður afhendingardagur í Víkinni auglýstur þegar nær dregur. Á vefnum koma from nokkrar staðreyndir um treyjuna sem eru hér að neðan.

- Klassískar „pinstripe“ rendur prýða treyjuna.
- Sílíkon borði er innan á faldi treyjunnar.
- Félagsmerki Víkings á brjósti er með sérhannaðri þrívíddaráferð og úr sílíkoni
- „Suðurgötufélagið“ - gælunafn Víkings við stofnun þess - er undir hálsmáli á baki treyjunnar.
- Leturgerðin sækir innblástur í auglýsingu í fyrsta tölublaði Þjóðviljans eftir stofnun félagsins.
- Upphleypt munstur í efni ermanna var sérhannað fyrir treyjuna og laser skorið í efnið.
- Hver treyja er endurunnin úr 13 plastflöskum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner