Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 29. maí 2016 19:30
Magnús Már Einarsson
Gregg: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er versta frammistaða sem ég hef séð frá dómara á ævi minni," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍBV í dag.

Gregg var ósáttur við Þórodd Hjaltalín Jr. dómara leiksins sem og aðstoðarmenn hans.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 ÍBV

„Frammistaða allra dómaranna var sjokkerandi og kostaði okkur leikinn. Knattspyrnusamband Íslands þarf að skoða þetta því að þetta var hrikalegt."

Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleks þegar hann kýldi Mikkel Maigaard Jakobsen í punginn.

„Ég var að ræða við fjórða dómarann þegar þetta gerðist. Hann var að horfa á mig þegar þetta gerðist en hann dæmdi þetta. Guð einn veit hvernig hann sér eitthvað sem hann sá ekki. Dómarinn sá þetta ekki svo þeir brugðust við öskrum á bekknum og ákváðu þetta út frá því. Þetta var dýr og hrikaleg ákvörðun sem breytti leiknum."

„Það var enginn að horfa á þetta. Hvernig geturðu dæmt eitthvað sem þú sérð ekki? Ef þeir sjá þetta í góðu en þeir sáu þetta ekki."


Þróttarar gerðu einnig tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum, meðal annars þegar Karl Brynjar Björnsson féll í teignum eftir baráttu við Hafstein Briem.

„Það voru þrjú atvik þar sem þeir gátu dæmt víti," sagði Gregg en bætti við að Þróttarar hefðu getað fengið annað rautt spjald í leiknum.

„Í hreinskilni sagt átti Raggi (Ragnar Pétursson) að fá sitt annað gula spjald þegar hann var seinn í tæklingu. Dómarinn veit að hann var búinn að gera stór mistök og hann reyndi að bæta upp fyrir það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Myndband: Hallur fékk rautt fyrir að slá Eyjamann í punginn
Gregg: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara
Hallur Hallsson: Þetta var ekki högg í pung
Mikkel Maigaard: Hann sló mig í djásnið
Athugasemdir
banner
banner