Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 30. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Sjónlýsing í boði þegar Víkingur mætir Val í úrslitaleik
Mynd: Úr einkasafni
Víkingur R. og Valur mætast í Meistarakeppni KSÍ á mánudaginn annan í páskum, þar sem deildarmeistarar mæta bikarmeisturum á hverju ári til að hefja nýtt keppnistímabil.

Víkingur vann bæði deild og bikar í fyrra en Valur endaði í öðru sæti deildarinnar og öðlast þannig þátttökurétt í Meistarakeppninni.

KSÍ verður með sjónlýsingu í boði frá leiknum og mun Benedikt Bóas Hinriksson sjá um að lýsa.

KSÍ bauð upp á sjónlýsingu á landsleikjum á síðasta ári sem tókst vel til, en í Meistarakeppninni verður notuð ný tækni sem veitir öllum gestum leiksins aðgang að lýsingunni, en ekki aðeins þeim sem eru blindir eða sjónskertir.

Til að geta notið sjónlýsingarinnar á meðan á leik stendur þurfa gestir eingöngu að mæta með heyrnartól. Þeir geta svo nálgast lýsinguna á heimasíðu KSÍ eða með því að hlaða niður smáforriti í símann.

Sjónlýsingin verður einnig í boði fyrir áhorfendur sem eru heima eða á ferðalagi.

Smáforritið Raydio - Audio Inklusion er hægt að hlaða niður bæði fyrir IOS og Android kerfi

IOS

Android

Einnig verður hægt að nálgast sjónlýsinguna á heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner