Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 26. mars 2024 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Icelandair
Skorar Albert í kvöld?
Skorar Albert í kvöld?
Mynd: Getty Images
Matviyenko er með bandið.
Matviyenko er með bandið.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net ræddi við blaðamanninn Daniil Aharkov sem vinnur fyrir úkraínska miðilinn Sport.ua fyrir leikinn í kvöld. Hann er af mörgum talinn einn efnilegasti íþróttafréttamaður Úkraínu.

Sergiy Rebrov, þjálfari Úkraínu, ákvað að gera þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Bosníu á fimmtuag. Artem Dovbyk og fyrirliðinn Oleksandr Zinchenko eru tveir af þeim sem taka sér sæti á bekknum.

„Það kemur aðeins á óvart með ZInchenko. En Mailinovskyi er mjög gott val hjá Rebrov. Varðandi Dovbyk finnst mér að hann og Tsygankov eigi að spila saman því þeir spila saman hjá Girona, en Yeremchuk er mjög góður, eins konar jóker. Hann vann síðasta leik fyrir okkur. Það kemur mér á óvart að Matviyenko sé fyrirliði, það er furðulegt," segir Daniil.

Hann var spurður hvort það væri leikmaður í íslenska liðinu sem hann hefði áhyggjur af.

„Guðmundsson, auðvitað Guðmundsson," segir X og á þar við Albert Guðmundsson, „Hann er góður leikmaður, spilar með Genoa og spilar þar með Malinovskyi sem þekkir hann mjög vel. Hann skoraði þrennu gegn Ísrael og ég held hann sé ykkar besti maður í dag."

Hann ræddi aðeins um stöðuna heima fyrir.
„Ég held að stuðningsmennirnir sem eru hér geti notið þess að vera hér og einbeitt okkur að fótboltanum næstu klukkutímana. Við getum stutt liðið okkar. Líka þeir sem verja landið okkar gegn Rússum, þeir munu horfa."

„Ég held að Guðmundsson muni skora, en ég held að Úkraína muni vinna, 3-1," sagði Daniil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner