Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 24. ágúst 2017 20:40
Arnar Daði Arnarsson
Evrópudeildin: FH tapaði og er úr leik
Böddi löpp skoraði bæði mörk FH í kvöld.
Böddi löpp skoraði bæði mörk FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Braga 3 - 2 FH (Samtals: 5-3)
0-1 Böðvar Böðvarsson ('16 )
1-1 Paulinho ('39 )
1-2 Böðvar Böðvarsson ('51 )
2-2 Paulinho ('80 )
3-2 Dyego Sousa ('92 )

FH-ingar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-2 tap gegn Braga í Portúgal í kvöld.

Samanlagt endaði viðureign liðanna 5-3 fyrir Braga, en Portúgalarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 2-1.

Böðvar Böðvarsson kom FH yfir í Portúgal í kvöld strax á 16. mínútu eftir aukaspyrnu en Brasilíu-maðurinn, Paulinho jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Böddi löpp var þó ekki hættur og kom FH aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks, að þessu sinni eftir horn. Það stefndi allt í framlengingunni þangað til á 80. mínútu sem Paulinho skoraði aftur og jafnaði fyrir Braga 2-2.

Dyego Sousa skoraði síðan sigurmarkið fyrir Braga í uppbótartíma eftir klaufaskap hjá Gunnari Nielsen í markinu sem kom langt út fyrir teiginn og ætlaði að skalla boltann frá, en gekk ekki betur en svo að hann skallaði aftur fyrir sig og Sousa skoraði í tómt markið.

Grátleg niðurstaða fyrir FH eftir mikla baráttu. FH ekki mikið lakari aðilinn í þessum tveimur viðureignum.
Athugasemdir
banner
banner
banner