Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou: Viltu að ég skrifi skýrslu fyrir þig yfir allt sem fór úrskeiðis?
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, ósáttur eftir 2-0 tapið gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en möguleikar Tottenham á að komast í Meistaradeild Evrópu eru ekki miklir eftir úrslitin.

„Þetta var alls ekki nógu gott og ég verð að taka ábyrgð á því, það er algerlega á mér. Ég er stjórinn og ég er sá sem setur þá út á völl,“ sagði Postecoglou.

„Þegar við skilum svona frammistöðu eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá þýðir það bara að þeir meðtóku ekki skilaboðin frá mér,“ sagði ástralski stjórinn sem var síðan spurður hver skilaboðin hefðu verið.

„Í alvöru vinur? Við spiluðum ekki vel, viltu að ég búi til skjal fyrir þig yfir allt sem fór úrskeiðis?“

Postecoglou fannst liðið tapa trú og sannfæringu á leikstíl liðsins en hann vildi ekki útiloka möguleikann á Meistaradeildarsæti. Tottenham er sjö stigum á eftir Aston Villa og á eftir að mæta Liverpool og Manchester City.

„Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessum spurningum. Við vorum slakir í dag, þannig hver er tilgangurinn að hugsa um eitthvað annað? Ábyrgð mín er að sjá til þess að við spilum betur næst,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner