Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 22. desember 2017 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSV kynnti leikmann gegnum Football Manager
Mynd: Google
Mynd: Getty Images
PSV Eindhoven var að landa argentínska sóknarmanninum Maximiliano Romero fyrir 2.2 milljónir punda.

Romero er búinn að gera fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Velez Sarsfield á tímabilinu. Hann verður nítján ára gamall í janúar.

Hollenska félagið, sem Albert Guðmundsson er á mála hjá, fór óhefðbundna leið við að kynna komu Romero sem hefur fangað mikla athygli.

PSV skrifaði „Við höfum fréttir fyrir ykkur" á Twitter og birti svo myndband úr tölvuleiknum sívinsæla Football Manager.

Í myndbandinu gerir PSV tilboð í leikmanninn, býður honum samning og fær hann svo til liðs við sig.

Ef marka má myndbandið þá mun Romero koma til PSV næsta sumar og fá rétt rúmlega 9000 pund í vikulaun.

Borussia Dortmund og Arsenal hafa verið að fylgjast með Argentínumanninum unga.



Athugasemdir
banner