Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 31. ágúst 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Snær spáir í 19. umferð 2. deildar karla
Aron Snær leikur með Fylki í Pepsi-deildinni.
Aron Snær leikur með Fylki í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Aron Snær spáir jafntefli í toppbaráttuslag Gróttu og Aftureldingar.
Aron Snær spáir jafntefli í toppbaráttuslag Gróttu og Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Spennan í 2. deild karla er gífurleg og ætlar Fótbolti.net að vera með spámenn fyrir síðustu umferðirnar.

Viktor Jónsson, framherji Þróttar, gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta þegar hann spáði í 18. umferðina.

Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis í Pepsi-deild karla, tók það að sér að spá í 19. umferðina sem hefst í kvöld með baráttu efstu liðanna, Gróttu og Aftureldingar.

Grótta 3 - 3 Afturelding (klukkan 19:15 í kvöld)
Það er lykt af jafntefli í þessum leik, mikill markaleikur þar sem Pétur Steinn setur tvö og toppbaráttan opnast upp á gátt.

Fjarðabyggð 0 - 2 Vestri (klukkan 13:00 á morgun)
Mínir menn hafa aðeins hægt á sér þarna fyrir vestan. Held samt að þeir vinni mikinn iðnaðarsigur á erfiðum útivelli þar sem gríslingurinn Elmar Atli skorar og kemur þeim yfir. Þegar Fjarðabyggð hendir öllu fram þá lokar Hjalti Hermann leiknum þegar hann sleppur einn í gegn.

Kári 3 - 0 Höttur (klukkan 14:00 á sunnudag)
Höllinn sem er aldrei yfir frostmarki og þar vinna Káramenn alla leiki sína. Auðveldur heimasigur þar sem Ragnar Már setur tvennu.

Huginn 2 - 0 Víðir (klukkan 14:00 á sunnudag)
Þessi leikur fer mikið eftir því hvort Hinrik Atli spili fyrir Seyðfirðinga. Ef svo er þá vinnur Huginn, annars þægilegilegur sigur Víðismanna fyrir austan.

Leiknir F. 1 - 2 Tindastóll (klukkan 14:00 á sunnudag)
Þarna er önnur höll sem fæstir vilja mæta í en óvæntur útisigur hjá Stólunum í miklum fallslag og komast þeir í aðeins þægilegri mál. Held að þarna muni Arnar Ó skora mark tímabilsins.

Þróttur V. 0 - 1 Völsungur (klukkan 14:00 á sunnudag)
Held að nafni minn Aron Dagur í markinu hjá Völsungi loki og verður áhrifavaldur þegar Völsungur tekur sterkan sigur.

Fyrri spámenn:
Viktor Jónsson - 5 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner