Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 04. janúar 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Arsenalklúbburinn býður Bjarka á leik - „Draumur að rætast"
Sigurður Hilmar Guðjónsson varaformaður Arsenal klúbbsins, Bjarki Már Sigvaldason, Sigurður Enoksson formaður Arsenal klúbbsins og Bragi Hinrik Magnússon annar af eigendum Gaman Ferða.
Sigurður Hilmar Guðjónsson varaformaður Arsenal klúbbsins, Bjarki Már Sigvaldason, Sigurður Enoksson formaður Arsenal klúbbsins og Bragi Hinrik Magnússon annar af eigendum Gaman Ferða.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Arsenaklúburinn á Íslandi, hefur með aðstoð Gaman ferða, gefið Bjarka Má Sigvaldasyni og eiginkonu hans ferð á leik Arsenal og Chelsea þann 19. janúar næstkomandi.

Bjarki hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga með einlægni sinni og hetjulegri baráttu gegn illvígu krabbameini sem lítið verður ráðið við.

Arsenalklúbburinn afhenti Bjarka miða í ferðina á skrifstofu Gaman ferða í Hafnarfirði í gær en auk ferðarinnar fá Bjarki og eiginkona hans gjaldeyri frá klúbbnum. Þá fá þau bæði Arsenalbúninga sem og búning fyrir unga dóttur þeirra þegar þau fara í skoðunarferð á Emirates daginn fyrir leikinn sjálfan.

Arsenal hefur alltaf verið lið Bjarka í ensku úrvalsdeildinni og hann er gríðarlega spenntur fyrir ferðinni.

„Þetta er draumur að rætast hjá mér. Ég hef verið stuðningsmaður Arsenal í langan tíma og aldrei komist á heimaleik með þeim á Emirates. Þetta er algjör draumur," sagði Bjarki Már við Fótbolta.net í gær. „Ég er hrikalega spenntur og iða í skinninu. Þetta verður algjörlega geggjað."

Hér að ofan má sjá lengra viðtal við Bjarka þar sem hann ræðir tímabilið hjá Arsenal, stuðning eiginkonu sinnar við Chelsea, Unai Emery og margt fleira. „Hann þarf að taka varnarleikinn algjörlega í gegn. Ef þeir gera það þá sé ég þá berjast um fjórða sætið," sagði Bjarki meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner