Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 09. janúar 2019 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Napoli fær ekki leyfi en ætlar samt að ganga út af
Mynd: Getty Images
Napoli ætlar að ganga af velli ef leikmenn liðsins verða fyrir kynþáttafordómum, þrátt fyrir að ítölsk stjórnvöld og ítalska knattspyrnusambandið segi að ekki eigi að stöðva leiki.

Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, varð fyrir kynþáttafordómum í naumu tapi gegn Inter í ítalska boltanum á öðrum degi jóla.

Koulibaly fékk rautt spjald í leiknum en Carlo Ancelotti, stjóri Napoli, sagði eftir leik að leikmaðurinn hefði verið pirraður því 'apahljóðum' var beint að honum úr stúkunni.

Í upphafi vikunnar var haldinn fundur þar sem forsætisráðherra Ítalíu hitti fulltrúa frá knattspyrnusambandi Ítalíu og félaganna í Seríu A. Þar var það ítrekað að dómarinn hefur ekki vald til að stöðva leiki vegna kynþáttafordóma.

Forráðamenn Napoli voru ekki sáttir með þssar fréttir og sögðu við Ansa fréttastofuna að leikmenn munu ganga af velli ef þeir verða fyrir kynþáttafordómum.

Kynþáttfordómar hafa verið mikið vandamál í ítalska boltanum.

Inter í bann
Inter þarf að leika næstu tvo leiki sína án stuðningsmanna eftir hegðun þeirra í garð Koulibaly. Þá verður sérstakt svæði á San Siro lokað á þriðja leiknum.

Giuseppe Sala, borgarstjóri Mílanó, bað Koulibaly afsökunar fyrir hönd borgarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner