Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 23. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho um Man Utd: Liðið er verra í dag en það var þá
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho segir að lið Manchester United sé verra núna en þegar hann þjálfaði það.

Mourinho tók við Manchester United árið 2016 á tíma hans þar tókst honum að vinna Evrópudeildina og enska deildabikarinn.

Hann var látinn fara í lok desember á síðasta ári eftir afar slakt gengi en hann er nú án félags og íhugar næstu skref á ferlinum.

Mourinho var spekingur hjá Sky Sports yfir leik West Ham og Manchester United en West Ham vann góðan 2-0 sigur og er Man Utd aðeins með 8 stig úr sex leikjum.

„Það er erfitt að svara þessu en þeir eru langt á eftir. Ég var þarna í tvö tímabil og fann margt jákvætt við þetta og við vorum á leið í rétta átt en svo var þriðja tímabilið ekki nógu gott," sagði Mourinho.

„Ég var rekinn og ég átti það líklega skilið því ég ber ábyrgðina sem þjálfari en raunveruleikinn er sá að þeir eru verri í dag en þeir voru þá."

„Mér finnst það rosalega sorglegt og margir halda að ég njóti þess en ég nýt þess bara ekki neitt,"
sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner