Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 05. september 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fulham fær Michael Hector frá Chelsea (Staðfest)
Michael Hector (til vinstri) í leik með Jamaíka.
Michael Hector (til vinstri) í leik með Jamaíka.
Mynd: EPA
Fulham hefur tryggt sér starfskrafta miðvörðsins Michael Hector. Hinn 27 ára Hector hefur verið á mála hjá Chelsea síðan árið 2015, þegar hann gekk til raðir Chelsea frá Reading.

Hector hefur verið á láni hjá Reading, Eintracht Frankfurt, Hull og Sheffield Wednesday á undanförnum árum. Í fyrra lék hann 36 leiki með Wednesday í ensku Championship deildinni. Hann náði ekki að leika keppnisleik með Chelsea.

Hann á hins vegar 24 landsleiki fyrir Jamaíka.

Hector verður gjaldgengur með Fulham í janúar þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður. Hann mun hins vegar æfa með Fulham fram að því og kynnist því komandi liðsfélögum vel á komandi mánuðum.


Athugasemdir
banner
banner