Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 08. febrúar 2024 15:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Snær í viðræðum við HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli þegar HK mætti KR í Lengjubikarnum að unglingalandsliðsmaðurinn Kristján Snær Frostason var ekki í leikmannahópi HK.

Kristján Snær er fæddur árið 2005 og var með U19 landsliðinu í undankeppni EM í nóvember. Alls á hann að baki átta leiki með yngri landsliðunum.

Ástæðan fyrir fjarveru hans var tognun aftan í læri. Fótbolti.net hafði samband við hægri bakvörðinn í dag og stefnir hann á að byrja að æfa aftur í næstu viku.

„Ég er á undirbúa mig eins vel og ég get fyrir spennandi sumar í Bestu deildinni," sagði Kristján.

Samningur hans við HK rann út í lok síðasta árs og hefur hann ekki skrifað undir nýjan samning. Kristján staðfesti að hann hefði rætt við HK um nýjan samning en ekki væri búið að skrifa undir neitt.

Á síðasta tímabili kom hann við sögu í níu leikjum og sumarið 2022 kom hann við sögu í sjö leikjum í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner