Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 15. maí 2024 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta ráðningu Jóa Kalla - Hvaða félag er þetta?
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ágúst er á meðal leikmanna AB.
Ágúst er á meðal leikmanna AB.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
AB í Danmörku hefur staðfest ráðningu á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem nýjum aðalþjálfara liðsins. Hann hættir sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins til að taka við starfinu.

„Svo stoltur af þér pabbi," skrifar íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson á Instagram en Jói Kalli skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku.

„Ég er ánægður að fá þetta tækifæri og stoltur að verða aðalþjálfari hjá sögufrægu félagi í Danmörku með ástríðufulla stuðningsmenn. AB getur afrekað mikið innan sem utan vallar og það er nú þegar verið að leggja grunninn svo við getum náð góðum árangri á næstu leiktíð. Hugmyndafræði mín hentar félaginu vel og metnaðurinn er sá sami hjá mér og félaginu. Ég hlakka til að byrja," segir Jói Kalli.

„Þjálfaraleitin var ítarleg en við í stjórninni vissum hvernig þjálfara við vildum fá. Joey var efstur á lista okkar. Það er spennandi að vinna með honum en hann er með sömu gildi og við. Við erum með sterkan hóp og með Joey sem þjálfara, þá teljum við okkur á góðum stað til að ná markmiðum okkar á næsta tímabili," segir Sofie Brandi Petersen úr stjórn AB.

Hvaða félag er þetta?
AB eða Akademisk Boldklub er fótboltafélag í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar. Það var stofnað árið 1889 og á ríka sögu í dönskum fótbolta.

AB hefur níu sinnum orðið Danmerkurmeistari. Fyrsti meistaratitillinn vannst árið 1919 en sá síðasti árið 1967. Liðið hefur einu sinni orðið danskur bikarmeistari en það gerðist árið 1999.

Síðustu ár hafa verið erfiðir fyrir félagið og áhuginn ekki mikill virðist vera. AB er núna um miðja C-deild og hefur liðið verið í þeirri deild frá 2017-18 tímabilinu. AB lék síðast í efstu deild Danmerkur árið 2004.

Heimavöllur liðsins heitir Gladsaxe Stadium og er hann með pláss fyrir um 13,500 manns. Rúmlega 600 manns voru að meðaltali að mæta á heimaleiki liðsins á síðasta tímabili.

Helstu erkifjendur AB eru Lyngby og Brønshøj.

Ágúst Eðvald Hlynsson er á meðal leikmanna AB en hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki í vetur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Jóa Kalla mun vegna hjá AB og hvort honum takist að koma félaginu aftur í fremstu röð.


Athugasemdir
banner
banner