Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 15. maí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Aldrei spilað leikkerfið en hugsaði að hann hefði engu að tapa
Ræddu um þennan möguleika fyrir tímabilið
'Mér fannst við ekki hafa neinu að tapa að prófa að skipta og keyra á það þannig'
'Mér fannst við ekki hafa neinu að tapa að prófa að skipta og keyra á það þannig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugarfarslega var líka mikil breyting. Orkustigið og baráttan í leikjunum er miklu betri en hún var í fyrstu leikjunum.
Hugarfarslega var líka mikil breyting. Orkustigið og baráttan í leikjunum er miklu betri en hún var í fyrstu leikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli skoraði bæði gegn Víkingi og KR en meiddist og verður ekki með gegn Fylki.
Atli skoraði bæði gegn Víkingi og KR en meiddist og verður ekki með gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt um möguleikann á því að spila fimm manna vörn fyrir tímabilið.
Rætt um möguleikann á því að spila fimm manna vörn fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að þetta gangi svona vel á móti Íslandsmeisturunum eftir þrjár æfingar sýnir hvaða trú býr í leikmannahópnum yfir getu hvors annars og sjálfs síns þrátt fyrir að gengið hafi verið erfitt í byrjun.
Að þetta gangi svona vel á móti Íslandsmeisturunum eftir þrjár æfingar sýnir hvaða trú býr í leikmannahópnum yfir getu hvors annars og sjálfs síns þrátt fyrir að gengið hafi verið erfitt í byrjun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa fyrir það einungis fengið eitt stig út úr fyrstu fjórum umferðunum. HK lagði Víkinga að velli í 5. umferð og á sunnudag vann liðið útisigur gegn KR.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, tók þá ákvörðun að fara í fimm manna varnarlínu fyrir leikinn gegn Víkingi. Það er leikkerfi sem hann hafði aldrei áður látið liðið sitt spila.

„Ég hafði séð lið í leikjum gegn Víkingi detta í fimm manna vörn á einhverjum augnablikum. Mér fannst það loka á ákveðna hluti hjá þeim. Við reyndum að gera aðra hluti í fyrra gegn þeim, það gekk illa á útivelli en ágætlega á heimavelli. Miðað við hvernig tímabilið fór af stað í hinu kerfinu og við værum að fara mæta Víkingi með fullt hús stiga, þá fannst mér við ekki hafa neinu að tapa að prófa að skipta og keyra á það þannig," sagði Ómar við Fótbolta.net í dag.

Magnús Arnar Pétursson sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Víkingi að á æfingum fyrir leikinn gegn Víkingi hefði gengið vel með leikkerfið og tilfinningin verið góð.

„Eins og við settum þetta upp, eftir grunnhugmyndum um hvernig Víkingur myndi spila, þá fannst mér við ná að leysa hluti sem komu upp á æfingunum. Mér fannst leikmenn vera fljótir að grípa inn í hvernig við gætum leyst ákveðna hluti og mér leið strax vel með þessa breytingu," sagði Ómar

„Það var í rauninni ekki spurning um að halda þessu eins gegn KR. Við vissum að við værum að fara í törn á móti liðum sem sækja á mörgum mönnum, við eigum Val í deildinni næst sem spilar ekki ósvipað kerfi - eru með marga sóknarmenn hátt á vellinum þegar þeir eru með boltann."

„Ég var alltaf harður á því að ef þetta gengi eins og við vonuðumst til þá myndum við halda okkur í þessu kerfi gegn þessum liðum. Svo verðum við að vega og meta hvað við gerum á móti hvaða liði fyrir sig. Við erum allavega búinn að bæta þessu við í vopnabúrið hjá hópnum að geta gripið í þetta kerfi. Mér fannst við hafa góða möguleika innan hópsins á því að skipta aftur yfir í hitt kerfið."


Mikil breyting hugarfarslega
Það er ekki bara kerfið sem vinnur fótboltaleiki. Leikmenn hafa sýnt betri frammistöðu í síðustu leikjum.

„Maður sér hvað það býr mikið í hópnum. Að þetta gangi svona vel á móti Íslandsmeisturunum eftir þrjár æfingar sýnir hvaða trú býr í leikmannahópnum yfir getu hvors annars og sjálfs síns þrátt fyrir að gengið hafi verið erfitt í byrjun. Það er ekkert nóg að breyta bara um kerfi, menn þurfa að trúa á það, mönnum þarf að líða vel og þurfa að bakka hvorn annan upp í því. Hugarfarslega var líka mikil breyting. Orkustigið og baráttan í leikjunum er miklu betri en hún var í fyrstu leikjunum."

Sá hvernig Fram spilaði gegn Víkingi
Þriggja miðvarðakerfi hefur gengið virkilega vel hjá Fram í upphafi móts. Horfði Ómar í það þegar hann tók þessa ákvörðun?

„Við veltum því fyrir okkur fyrir tímabilið að skoða mjög vel hvort að við vildum fara þessa leið. Þegar sú hugmynd kemur upp þá byrjar maður aðeins að gjóa augunum í hvar sé verið að spila þetta kerfi. Fram er eitt af þeim liðum og ég ætla ekkert að fela það að maður sá hvernig þeim gekk á móti Víkingi í sínum leik. Það var einn af hlutum sem gerði mann fastari á því að láta keyra á þetta."

Hélt alltaf í trúna
Fyrir leikinn á móti Víkingi, varstu farinn að hafa áhyggjur af því að framundan væri óvinnandi brekka?

„Nei. Mér fannst andinn í KA leiknum góður þó að við vorum dálítið opnir og gefið fullmikið af færum á okkur. Mér fannst fram að rauða spjaldinu gegn ÍA við spila fínt. Sama skapi fyrri hálfleikurinn á móti FH og nánast allur leikurinn á móti FH."

„Það sem við höfðum verið í vandræðum með fram að móti var að ná betri takti í varnarleikinn. Mér fannst á löngum köflum vera stígandi í því. Mér fannst ég ekki fá einhverja brjálæðislega þörf á að vera mjög svartsýnn eftir fyrstu umferðirnar þótt vissulega ég hefði viljað hafa fleiri stig. Ég hélt þeirri trú á að þetta myndi koma á endanum."


Þurfa að fá svör í bikarleiknum
Næsti leikur HK er gegn Fylki á morgun. Atli Þór Jónasson og Ívar Örn Jónsson eru meiddir en aðrir eru til taks.

Er bikarkeppnin mikilvæg fyrir HK? Er horft öðruvísi í leikinn heldur en deildarleik?

„Bikarkeppnin er klárlega mikilvæg, en við vitum hins vegar að á þessum tímapunkti á tímabilinu í fyrra þá fórum við aðeins að lenda í meiðslum og leikbönnum. Við höfum mikið spilað nokkurn veginn á sama liðinu og munum klárlega hreyfa eitthvað til. Bæði til að gefa mönnum smá hvíld en að sama skapi þurfum við að skoða hversu vel þeir sem hafa verið á bekknum hingað til í stakk búnir þeir eru til að leysa þá af sem þeir eru í samkeppni við. Við þurfum að fá ákveðin svör gagnvart leikmannahópnum í bikarnum, sjá hversu klárir menn eru."

„Við viljum auðvitað vinna leikinn og ég tel ekkert minni líkur á því þó að við gerum kannski 2-3 breytingar á liðinu. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þó að það verði kannski einhverjar breytingar á liðinu,"
sagði Ómar að lokum.
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner