Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 16. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Búnir að taka skref áfram - Þurfum að bæta VAR
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino var kátur eftir sigur Chelsea á útivelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Eftir úrslit gærkvöldsins er Chelsea aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sjötta sæti deildarinnar, auk þess að eiga afar veika von um að stela fimmta sætinu af Tottenham.

Chelsea komst í tveggja marka forystu í Brighton en lokatölur urðu 1-2 og var þetta fjórði sigur Chelsea í röð.

„Ég er mjög ánægður eftir þennan sigur. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og áttu skilið að sigra. Við erum að spila í erfiðustu deild í heimi og þessi sigur gerir okkur kleift að dreyma um að enda í Evrópusæti," sagði Pochettino að leikslokum.

„Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik og það mikilvægasta núna er að leikmenn hafi trú á verkefninu. Frammistöðurnar hafa verið góðar og úrslitin eru búin að vera góð. Við þurfum að hafa trú.

„Við vorum talsvert betra liðið í dag þar sem við stjórnuðum leiknum frá fyrstu mínútu gegn erfiðum andstæðingum. Við erum stoltir, við erum búnir að taka skref áfram í þróun liðsins. Við eigum enn langt í land en erum að sigla í rétta átt."


Pochettino var að lokum spurður út í framtíð VAR tækninnar sem hefur verið mikið til umræðu, en hann segist vera hlynntur tækninni.

„Að mínu mati snýst þetta ekki um hvort við eigum eða eigum ekki að nota VAR. Þetta snýst um að bæta kerfið sem við erum með. VAR getur verið stórkostlegt tól til að hjálpa dómurum og leikmönnum, það þarf að nota það rétt."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner