Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 16. maí 2024 09:41
Elvar Geir Magnússon
Bálreiður Allegri hótaði blaðamanni eftir að hafa lyft bikarnum
Massimiliano Allegri í lok leiksins.
Massimiliano Allegri í lok leiksins.
Mynd: Getty Images
Allegri með bikarinn.
Allegri með bikarinn.
Mynd: EPA
Juventus vann ítalska bikarmeistaratitilinn í gær en stjóra liðsins, Massimilano Allegri, var heitt í hamsi eftir leikinn. Guido Vaciago, ritstjóri Tuttosport, sakar Allegri um að hafa verið með hótanir og ljót orð í sinn garð eftir leikinn.

Fréttir höfðu borist af því að Allegri hefði verið í átökum við blaðamann í gærkvöldi og Vaciago hefur nú opinberað að hann hafi verið umræddur blaðamaður.

Allegri á að hafa öskrað á hann: „Skítaritstjóri! Skrifaðu sannleikann í dagblaðið þitt, ekki það sem klúbbarnir segja þér að skrifa!

Vaciago bað Allegri um að róa sig og útskýra hvað hann ætti við. Þá er Allegri sagður hafa ýtt við honum og sett fingur í andlit hans og bætt við: „Ég veit hvar ég get fundið þig. Ég kem og ríf af þér bæði eyrun. Ég kem og slæ þig í andlitið. Skrifaðu sannleikann í blaðið þitt."

Lætin voru fyrir fréttamannafund Allegri eftir leikinn þar sem Ítalinn sýndi miklar tilfinningar og átti erfitt með að halda aftur af tárunum.

Eftir tvö titlalaus ár vann Juventus 1-0 sigur gegn Atalanta í bikarúrslitaleiknum í Róm í gær. Allegri fékk rautt spjald í lok leiksins fyrir að reiðast við fjórða dómarann og kasta jakkanum frá sér í reiði. Allegri sagði á fréttamannafundinum að hegðun sín hefði verið eðlileg enda tilfinningarnar miklar í svona mikilvægum leik.

Framtíð Allegri hefur verið mikið í umræðunni og nokkrir ítalskir fjölmiðlar sagt ljóst að stjóraskipti verði hjá ítalska stórliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner