Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 15. maí 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gaman fyrir mig að sjá"
Oliver Stefánsson.
Oliver Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur farið ágætlega af stað í Bestu deildinni. Liðið er með níu stig eftir sex umferðir, þrír sigrar og þrjú töp hjá nýliðunum. Sigrarnir hafa verið öryggir og vannst sá þriðji í síðasta leik þegar Vestri kom í heimsókn á Akranes.

Fótbolti.net ræddi við Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson í vikunni og var aðeins rætt um ÍA.

„Það er geðveikt að sjá ÍA aftur í Bestu deildinni, ég fylgist spenntur með hverjum einasta leik, er mættur fyrir framan sjónvarpið. Ég vona að þeir nái að byggja upp almennilegt lið núna og nái að gera eitthvað að viti," sagði Stefán.

„Byrjunin hefur verið fín, eru á fínasta stað og eru á köflum að spila flottan fótbolta og skora fullt af mörkum. Það eru flottir ungir strákar í liðinu, Skagamenn, sem eru að gera góða hluti."

„Viktor (Jónsson) er byrjaður að skora á fullu og Oliver (Stefánsson) litli frændi er að standa sig vel í vörninni. Það er gaman fyrir mig að sjá,"
sagði Stefán.

Oliver gekk í raðir ÍA frá Breiðabliki eftir síðasta tímabil. Hann er uppalinn Skagamaður. Stefán Þór Þórðarson, faðir Olivers, er bróðir Þórðar Þórðarsonar sem er faðir Stefáns Teits.

Stefán nefndi Viktor Jónsson í svari sínu en umræðan fyrir og í byrjun móts var sú hvort að Viktor gæti raðað inn mörkum í efstu deild. Hann hefur byrjað vel, er kominn með sex mörk og er markahæstur í deildinni.

Næsti leikur ÍA er gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á morgun og svo mætir liðið Fram í 7. umferð Bestu deildarinnar.
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 7 5 0 2 17 - 10 +7 15
3.    Valur 7 4 2 1 11 - 6 +5 14
4.    Fram 7 3 3 1 8 - 5 +3 12
5.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
6.    ÍA 7 3 1 3 15 - 10 +5 10
7.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
8.    Stjarnan 7 3 1 3 9 - 9 0 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner