Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 15. maí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er frábær punktur og ég vil að menn hlýði þér"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Það er aðeins ein umferð eftir og Brentford er að spila upp á lítið sem ekkert. Liðið mun annað hvort enda í 15. eða 16. sæti deildarinnar.

Brentford tekur á móti Newcastle í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn en Magnús Valur Böðvarsson velti því upp í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær hvort að Hákon myndi ekki fá tækifærið í lokaumferðinni. Hákon var keyptur til Brentford frá Elfsborg í janúar en hann var besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

„Fær ekki Hákon lokaleikinn? Hann hlýtur að fá lokaleikinn. Mér myndi finnast annað fáránlegt. Af hverju gefa þeir honum ekki einn leik? Þú getur séð hvort hann sé klár," sagði Magnús Valur.

Hollendingurinn Mark Flekken hefur verið í markinu hjá Brentford á tímabilinu og hefur ekki verið sannfærandi.

„Hendið honum í búrið," sagði Ingimar Helgi Finnsson í þættinum. „Þetta er frábær punktur og ég vil að menn hlýði þér, Maggi."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner