Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mið 15. maí 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Barbára í leik með Breiðabliki.
Barbára í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir Blika í vetur.
Gekk í raðir Blika í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Selfossi í fyrra.
Í leik með Selfossi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki okkar besti leikur. Það var erfitt að brjóta þær," sagði Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Það er alltaf gott að fá þrjú stig. Við höldum allavega áfram að vinna og klárum leikina."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm leiki, liðið hefur skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt.

„Þetta er geggjað. Við erum að skora fullt af mörkum og erum að vinna leiki sem þetta snýst um. Það er langskemmtilegast að vinna leiki. Í þokkabót erum við að halda hreinu og þetta er bara geggjað. Við erum vel æfðar saman. Þetta var svolítið erfitt á undirbúningstímabilinu - leikmenn í nýjum stöðum og nýir leikmenn - en svo höfum við náð að slípa okkur saman. Við tölum vel saman og erum þéttar til baka. Svo er miðjan að hjálpa okkur vel."

Valdi að fara í Breiðablik í vetur
Barbára, sem er 23 ára gömul, valdi að ganga í raðir Breiðabliks í vetur eftir að Selfoss féll úr Bestu deildinni. Hún hafði spilað allan sinn feril hér á Íslandi með Selfossi áður en hún gekk til liðs við Blika í vetur. Hún hefur spilað afar vel í hægri bakverðinum hjá Blikum og er að finna sig vel. Hún þarf að hlaupa mikið í kerfinu hjá Breiðabliki og kann vel við það.

„Ég elska að hlaupa og mér finnst þetta geggjað. Ég er mjög sóknarsinnaður bakvörður og mér finnst geggjað að fá frelsið til að hlaupa upp og niður. Ég var kantmaður þegar ég var yngri og þetta er týpískt mín staða," sagði Barbára.

„Það er mikil tilbreyting að vera í svona stóru félagi og vera að vinna alla leiki. Liðsheildin er geggjuð og þjálfararnir eru geggjaðir. Byrjunin er frábær og þetta er mjög skemmtilegt."

Er skrítið að vera að spila í öðru liði á Íslandi?

„Það er aðeins skrítið, en það er gaman að breyta aðeins til og víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Við féllum í fyrra með Selfossi. Það er alltaf erfitt að skilja við uppeldisfélagið en mig langaði að spila í efstu deild og mig langar í meira. Mig langar að verða betri. Það var geggjað að koma í Breiðablik. Mig langar að eiga gott tímabil hér heima og sýna hvað í mér býr. Mér fannst ég ekki alveg geta sýnt það í fyrra. Ég átti lélegt tímabil í fyrra, en vonandi get ég haldið svona áfram."

Hún segir að önnur félög á Íslandi hafi haft samband en hún valdi að fara í Kópavoginn. „Það voru nokkur félög og það var erfitt að velja úr, en mér leist ótrúlega vel á Nik og Eddu. Þau leyfðu mér að koma inn í hægri bakvörðinn og þessi staða hentar mér fullkomlega. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun."

Erfitt að falla með Selfossi
Síðasta tímabil með Selfossi var mjög erfitt þar sem liðið féll úr Bestu deildinni.

„Þetta var mjög erfitt og reyndi mjög á andlegu hliðina. Þetta er uppeldisfélagið mitt og það er erfitt þegar það gengur illa. Þá er erfitt að standa sig vel sjálf. Það er alltaf ömurlegt að falla og fara frá liðinu sínu svona, en ég stefni hærra. Vonandi gengur þeim vel í 1. deildinni og ég fylgist með þeim," sagði Barbára.

„Það voru margir litlir hlutir sem voru ekki að tikka. Það fór í taugarnar á öllum og það byggðist bara upp. Það var ekki eitthvað eitt."

Stefnir í spennandi baráttu
Það er líklega spennandi barátta framundan í sumar þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Það er stutt í það að þessi tvö lið mætast.

„Ég er mjög spennt. Ég hef fulla trú á okkur og ég hef fulla trú á því að við getum unnið öll lið í þessari deild. Ef við höldum þessu áfram, þá sjáum við bara hvað gerist. Þetta verður hörkuleikur (þegar Breiðablik og Valur mætast) en við eigum einn leik á milli og við verðum að klára það. Svo getum við farið að hugsa um hinn leikinn," sagði Barbára að lokum en Breiðablik og Valur mætast 24. maí á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner