Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 15. maí 2024 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær frítt fjölskyldufrí ef Andri Lucas verður dýrastur í sögu félagsins
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas Guðjohnsen er markahæsti leikmaður dönsku Superliga með 13 mörk skoruð á tímabilinu en hann er núna sterklega orðaður við Gent í Belgíu.

Andreas Byder, stjórnarmaður hjá Lyngby, segir að það sé ýmislegt í gangi í kringum Andra.

„Á síðustu vikum og mánuðum hefur áhuginn aukist. Það er ýmislegt í gangi núna. Það er það sem við lofuðum Andra líka, að hann myndi koma hingað og fengi svo að fara ef það kæmi eitthvað annað spennandi upp," segir Bryder við Viaplay.

Andri, sem er 22 ára landsliðsmaður, hóf tímabilið á láni hjá Lyngby frá Norrköping en fyrr á þessu ári kláraði danska félagið kaup á framherjanum.

Bryder vonast til þess að Andri verði dýrasti leikmaður í sögu Lyngby en hann er búinn að lofa Nicas Kjeldsen, yfirmanni fótboltamála hjá félaginu, góðu fríi ef það tekst.

„Ég hef sagt við Niclas að hann fær fría ferð til Ródos með allri fjölskyldunni sinni ef við brjótum metið."

Samkvæmt Transfermarkt er salan á Henrik Larsen til Pisa árið 1990 sú stærsta í sögu Lyngby en hann kostaði 6,7 milljónir evra. Næst dýrastur er Maurits Kjærgaard en hann var keyptur til Salzburg árið 2019 fyrir 2,7 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner