Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 15. maí 2024 17:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jói Kalli: Á endanum var mig farið að dauðlanga í starfið
'Sem þjálfari þessa lið myndi ég auðvitað vilja fara beint upp með það á næsta tímabili. En það þarf margt að ganga upp til þess að það gangi eftir'
'Sem þjálfari þessa lið myndi ég auðvitað vilja fara beint upp með það á næsta tímabili. En það þarf margt að ganga upp til þess að það gangi eftir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta fór alltaf að kitla meira og meira og þess vegna langaði mig að skoða þetta af fullri alvöru'
'Þetta fór alltaf að kitla meira og meira og þess vegna langaði mig að skoða þetta af fullri alvöru'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson.
Daniel Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður AB.
Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður AB.
Mynd: AB
Ekki að lesa um sögu AB á þessu augnabliki.
Ekki að lesa um sögu AB á þessu augnabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta ferli hefur tekið mjög stuttan tíma, kom óvænt upp," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sem var í dag ráðinn þjálfari danska félagsins AB. Jói Kalli, eins og hann er oftast kallaður, er því hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir rúm tvö ár í starfi.

„Ég þurfti að fá samþykki frá KSÍ til þess að fara í viðræður og ég er virkilega þakklátur þeim fyrir að hleypa mér í þessar viðræður. Ég fékk leyfi til að fara út og hitta forsvarsmenn AB. Það tók nokkuð stuttan tíma. Mér líst rosalega vel á það sem félagið stendur fyrir, ætlar sér að gera. Þetta verkefni sem ég fæ upp í hendurnar er mjög spennandi."

Félag sem á heima í efstu deild
Hvert er verkefnið?

„Þetta er sögufrægt félag, hefur unnið titla. Liðið vann deildina síðast 1967 og bikarinn í kringum í aldamótin. Þetta er félag sem á alveg heima í efstu deild. Það er búið að fara í gegnum ákveðið ferli, búið að vera erfitt fjárhagslega en það eru komnir nýir eigendur núna. Það þarf svolítið að byggja þetta aftur upp frá grunni, bæði það sem snýr að stuðningsmönnum og öllum rekstri félagsins og svo er það í plönum okkar að fara upp um deild. Stefnan er sett á Superliguna innan ákveðinna ára og það er markmið sem á alveg að vera hægt að ná ef allir leggjast á eitt."

„Það sem mér líst rosalega vel á er að þeir sem eiga og reka félagið eru rosalega meðvitaðir um hvað til þarf, bæði til þess að byggja félagið af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Og þeir eru meðvitaðir um að þetta mun taka tíma, gerist ekki yfir eina nótt."

„Markmiðið er að komast upp í næstefstu deild sem fyrst, það getur skipt miklu mál og svo þar á eftir þarf að halda áfram að byggja upp og koma liðinu í stöðu til að geta orðið stöðugt Superligu lið innan ákveðinna ára."


Óvíst hvenær Jói Kalli byrjar að stýra liðinu
Nokkrar umferðir eru eftir af deildinni en ljóst er að AB fer ekki upp úr C-deildinni. Liðið er í 6. sæti, neðsta sæti efra umspilsins í deildinni. Það er ekki alveg víst hvenær Jói Kalli byrjar að stýra liðinu.

„Þetta er ótrúlega nýskeð, ég er úti ennþá, er á bikarúrslitaleik hjá Daniel Inga syni mínum sem spilar með Nordsjælland. Ég er heppinn að geta fengið að sjá hann. Svo þarf ég að koma heim, ganga frá öllum lausum endum af því að við ætlum öll fjölskyldan að flytja út saman. Það þarf bara að ganga frá ýmsum praktískum þáttum áður en ég veit sirka hvenær ég get tekið við."

„Ég mun strax hefja undirbúning og skipuleggja leikmannahópinn fyrir næsta tímabil."


Vill auðvitað fara beint upp
Er krafa að fara upp í B-deildina á næsta tímabili?

„Nei, markmiðið er að halda áfram að styrkja leikmannahópinn. Ég held að allir séu meðvitaðir um að fótboltinn er ekki það auðveld íþrótt að þú getir bara gert ákveðna hluti og þá ertu með tryggðan árangur. Þetta snýst um að búa til samstöðu hjá leikmönnum, þjálfurum og öllu sem koma að félaginu - sérstaklega stuðningsmönnum. Þetta snýst um að búa til góða og skemmtilega stemningu sem mun á endanum, ef þú vinnur vel og allir standa saman í góðri vinnu, þá muntu fara upp stigann og upp deildirnar."

„Sem þjálfari þessa lið myndi ég auðvitað vilja fara beint upp með það á næsta tímabili. En það þarf margt að ganga upp til þess að það gangi eftir."


Munu skoða íslenska markaðinn alvarlega
Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í vetur og er sem stendur eini íslenski leikmaður liðsins. Fleiri íslenskir leikmenn voru orðaðir við félagið í vetur. Mun Jói Kalli horfa á íslenska markaðinn?

„Já, algjörlega. Félagið vill gera það og stefnan er að finna unga og efnilega leikmenn og tengingin við Ísland er góð. Við munum skoða Skandinavíu líka. Við viljum geta fengið unga og efnilega leikmenn sem munu þróast með liðinu og verkefninu sem gætu jafnvel á einhverjum tímapunkti orðið söluvara fyrir félagið og/eða tilbúnir að fara með liðinu upp í Superliguna. Það er fullt af íslenskum leikmönnum sem tikka í það box og sá markaður er eitthvað sem við munum klárlega, sem félag, skoða mjög alvarlega."

Á endanum farið að dauðlanga í starfið
Hvað vissi Jói Kalli um félagið þegar hann fór í viðræðurnar?

„Ég vissi af félaginu bara einfaldlega vegna þess að maður þarf að keyra framhjá æfingasvæði þess þegar maður fer til Farum þar sem Daniel er. Ég vissi því hversu nálægt þetta væri honum og það einhvern veginn strax kitlaði. Svo fóru hlutirnir að koma í ljós þegar þeir fóru að kynna félagið, hvað það vill standa fyrir og þetta verkefni sem er framundan. Þetta fór alltaf að kitla meira og meira og þess vegna langaði mig að skoða þetta af fullri alvöru."

„Ég las svo sjálfur um sögu félagins og hvað það hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. Mig var á endanum farið að dauðlanga að taka þetta að mér,"
sagði Jói Kalli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner