Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 16. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Sé mörg jákvæð merki
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag var ánægður með sína menn í Manchester United eftir flottan sigur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Man Utd vann 3-2 og svaraði Ten Hag spurningum að leikslokum.

„Það er mikið breytingartímabil í gangi hjá félaginu og úrslitin hafa ekki verið eins og við höfðum óskað okkur. Það eru ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi á leiktíðinni en það breytir því ekki að þetta er vonbrigðatímabil," sagði Ten Hag.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna gegn Newcastle sérstaklega eftir síðustu mánuði þar sem við misstum forystu niður í jafntefli eða tap ótrúlega oft. Í dag var frábær dagur og núna er Lisandro Martinez kominn aftur eftir löng meiðsli. Hann er reynslumikill leikmaður og alvöru stríðsmaður sem getur gert herslumuninn á viðkvæmum stundum."

Casemiro byrjaði í hjarta varnarinnar við hlið Jonny Evans og átti þokkalegan leik, eftir að hafa gerst sekur um mistök í síðustu leikjum Man utd.

„Casemiro spilaði vel í dag og það gerðu ungu leikmennirnir líka. Við erum með frábæra unga leikmenn og það er æðislegt að þrír þeirra hafi skorað í þessum sigri."

Danski framherjinn Rasmus Höjlund er einn þeirra, en hann byrjaði leikinn á bekknum og var skipt inn seint í síðari hálfleik. Hann var fljótur að hafa áhrif á leikinn þar sem hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið aðeins mínútu eftir innkomuna.

„Höjlund þurfti smá hvíld og þess vegna byrjaði hann á bekknum. Framherjar lifa fyrir að skora og þetta mark er mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið hans."

Ten Hag var að lokum spurður út í eigin framtíð hjá Man Utd og sagði að svarið væri of flókið til að gefa í svona stuttu viðtali.

„Ég get ekki svarað þessu í kvöld vegna þess að svarið er alltof langt. Þetta er heldur ekki rétti tíminn til að ræða þetta. Ég get talað um næsta leik sem við eigum framundan og svo úrslitaleikinn í bikarnum. Það væri mikið afrek að vinna bikarinn eftir vonbrigðatímabil.

„Ég sé mörg jákvæð merki á liðinu."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner
banner