Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 15. maí 2024 09:36
Elvar Geir Magnússon
Óvænta hetjan í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar
Það var óvænt hetja sem steig upp og lagði sitt á vogarskálarnar fyrir Manchester City sem er einum leik frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn fjórða árið í röð.

Varamarkvörðurinn Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar City var 1-0 yfir gegn Tottenham í gær, eftir að Ederson hafði fengið þungt höfuðhögg.

„Ederson, sem átti í vandræðum með augað á sér, virtist ekki ánægður með ákvörðunina sem var tekin eftir ráðleggingar frá lækni félagsins. Pep Guardiola hefur fullt traust á varamarkverðinum Stefan Ortega sem gerði ákvörðunina auðveldari," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta BBC.

Ortega átti frábæra 21 mínútu og stærsta atvikið kom þegar hann varði einn gegn einum frá Son Heung-min sem hefði getað jafnað leikinn. Stuttu seinna fékk City vítaspyrnu og 2-0 urðu lokatölur. Ef City klárar titilinn mun þessi varsla Ortega vera geymd í sögubókum félagsins og er ein af stærstu stundum tímabilsins.

Þegar lokaflautið gall fór Guardiola beint að Ortega og gaf Þjóðverjanum koss á kinn fyrir hans mikilvægu innkomu. Guardiola sparaði ekki hrósið.

„Ortega er markvörður í heimsklassa. Framúrskarandi markvörður. Ederson átti í vandræðum með augað á sér, hann gat ekki séð almennilega svo læknirinn sagði að ég ætti að skipta," segir Guardiola.

Þrátt fyrir vangaveltur um annað þá gaf Tottenham liði City harða samkeppni og reyndi hvað það gat að ná inn marki. Tottenham átti fyrir leikinn möguleika á Meistaradeildarsæti en eftir sigur City er ljóst að Villa fer í deild þeirra bestu í Evrópu.

Auk vörslunnar frá Son þá varði Ortega í tvígang frá Dejan Kulusevski. City náði ekki sinni bestu frammistöðu en markvörðurinn kom til bjargar.

Manchester City er með tveggja stiga forystu á Arsenal fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag. City fær West Ham í heimsókn á sama tíma og Arsenal tekur á móti Everton. Arsenal þarf sigur og að vonast til þess að City vinni ekki sinn leik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner