Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 15. maí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Beint á hnén og vona það að Sádi-Arabía komi bankandi í sumar"
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Getty Images
„Casemiro var ferskur þarna. Ég held að hann sé enn joggandi út úr teignum," sagði Magnús Valur Böðvarsson í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær þegar rætt var um leik Manchester United og Arsenal sem fór fram um síðustu helgi.

Leikurinn endaði með 0-1 sigri Arsenal en Casemiro fékk enn og aftur gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

Hann spilaði í miðverði en hann átti sinn þátt í markinu sem Arsenal skoraði þar sem hann var svo lengi að koma sér úr teignum. Hann gerði leikmann Arsenal réttstæðan. Varnartilburðirnir svo í kjölfarið voru alls ekki merkilegir.

„Þetta er bara skammarlegt. Hann á tvö ár eftir af samningi. United verður að fara beint á hnén og vona það að Sádi-Arabía komi bankandi í sumar," sagði Ingimar Helgi Finnsson í Enski boltinn hlaðvarpinu en Casemiro virðist vera löngu hættur að nenna að spila fyrir Man Utd.

Casemiro, sem er 32 ára, var keyptur til United frá Real Madrid fyrir síðasta tímabil. Hann var virkilega flottur á síðustu leiktíð en hefur engan veginn fundið sig á tímabilinu sem er núna að klárast.

„Ég held að INEOS - félagið sem Ratcliffe á - muni taka til og það sé óhætt að vera bjartsýnn. Ég trúi því þegar það er sagt að þeir ætli að taka til og búa til eitthvað," sagði Ingimar.

Hér fyrir neðan má sjá umræðu úr Vellinum á Síminn Sport um Casemiro.


Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Athugasemdir
banner
banner
banner