Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 08. desember 2022 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyrðir Hrafn æfir með FH
Gyrðir Hrafn í leik með Leikni.
Gyrðir Hrafn í leik með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnar- og miðjumaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur upp á síðkastið verið að æfa með FH.

Gyrðir, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í KR en hefur leikið með Leikni frá 2019. Hann hjálpaði Leiknismönnum að komast upp í efstu deild og hefur spilað meirihlutann af leikjum liðsins í Bestu deildinni undanfarin tvö sumur.

Gyrðir verður samningslaus um áramótin og er honum frjálst að skoða í kringum sig.

FH var í vandræðum með miðvarðastöðuna á síðustu leiktíð og gæti Gyrðir verið kostur þar.

Það er óvíst hvort hann muni semja við FH en þessa stundina er hann bara að æfa með félaginu.

FH

Komnir
Sindri Kristinn Ólafsson frá Keflavík

Farnir
Atli Gunnar Guðmundsson
Guðmundur Kristjánsson í Stjörnuna
Gunnar Nielsen
Matthías Vilhjálmsson í Víking
Athugasemdir
banner
banner
banner