Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 15. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos telur að Kane gæti blómstrað á Spáni
Kane er fyrirliði enska landsliðsins.
Kane er fyrirliði enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði spænska landsliðisins og Real Madrid, telur að Harry Kane, framherji Tottenham, gæti blómstrað ef hann myndi flytjast búferlum til Spánar og spila í spænsku úrvalsdeildinni, sem þekkist einnig undir nafninu La Liga.

Kane, sem er 25 ára, hefur slegið í gegn með Tottenham en hefur verið orðaður við Real Madrid.

Kane hefur farið í gegnum sex landsleiki í röð án þess að skora en Spánverjarnir eru samt hræddir við hann. Spánn og England eigast við í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Harry Kane er frábær sóknarmaður, hann er sterkur líkamlega en hann er það líka tæknilega," sagði Ramos aðspurður að því hvort einhver af ensku leikmönnum gæti blómstrað í spænsku úrvalsdeildinni.

„Hann getur komið manni á óvart en hann mun ekki koma mér á óvart - við höfum undirbúið okkur vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner