Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 18. nóvember 2021 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Söknum Thomasar, munum sakna Árna ef hann fer og munum sakna Péturs"
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Theódór Árnason
Pétur Theódór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjamál Breiðabliks eru út á við í talsverðri óvissu. Í fyrsta lagi er Árni Vilhjálmsson í sambúð með Söru Björk Gunnarsdóttur sem er leikmaður Lyon í Frakklandi. Þau eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni og eru líkur á því að Árni spili ekki á Íslandi á næsta ári.

Þá meiddist Pétur Theódór Árnason á dögunum, sleit krossband í þriðja sinn á ferlinum. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í gær og spurði hann út í framherjamálin.

Ef plönin breytast munum við sýna því skilning
„Árni er að æfa á fullu, eignaðist barn í gær (þriðjudag) og er akkúrat núna að njóta þess, þau skötuhjúin. Það hefur ekki verið annað rætt en að hann verði með okkur. Hann er á samningi út næsta tímabil og það var ákveðið að sjá hvernig málin myndu þróast. Eins og staðan er í dag þá er hann leikmaður Breiðabliks," sagði Óskar Hrafn.

„Það er erfitt fyrir mig að segja hvernig þau eru búin að skipuleggja sína hluti. Á meðan það er ekki búið að segja neitt annað þá er Árni Vilhjálmsson leikmaður Breiðabliks. Ef plönin breytast þá munum við auðvitað sýna því skilning."

Árni var í viðtali á dögunum:
Ég fæ stærri titilinn og eignast barnið eftir nokkrar vikur

Ömurlegt að sjá Pétur meiðast
Þegar Pétur meiddist á æfingu, hvernig var að vera vitni af því?

„Það var ömurlegt, ömurleg tilfinning og mikil vanlíðan. Hann er búinn að leggja gríðarlega mikið á sig til að komast á þann stað sem hann er á. Það eru mikil vonbrigði og leiðinlegt sérstaklega fyrir hann en líka fyrir Breiðablik. Pétur hefur áður sýnt að hann er með sterkan haus, duglegur og samviskusamur. Maður vonar að það muni koma honum í gegnum þetta eins og þegar hann sleit tvisvar á skömmum tíma."

„Við búumst við honum í lok næsta árs, í undirbúningi fyrir tímabilið 2023. Það er planið núna."


„Söknum Thomasar, munum sakna Árna ef hann fer og við munum sakna Péturs"
Hvernig eru framherjamálin? Eruði að skoða eitthvað í kringum ykkur?

„Við erum alltaf að skoða í kringum okkur, hvort sem það eru markmenn, varnarmenn, miðjumenn eða framherjar. Við þurfum kannski að líta nánar á þessa stöðu þegar þetta kemur upp."

„Við misstum Thomas Mikkelsen á miðju tímabili og jafnvel þó að Árni sé með samning hjá okkur þá er ákveðin óvissa í kringum hann af fjölskylduástæðum. Þannig það er alveg ljóst að við þurfum að kíkja í kringum okkur."

„En það hafa líka mörg lið sýnt það að þau ágætlega af án þess að vera með sérstaka sentera. Það eru margar leiðir til að leysa þetta."

„Við söknum Thomasar, við munum sakna Árna ef hann fer og við munum sakna Péturs. Í grunninn erum við alltaf að leita leiða til að styrkja hópinn, hvort sem það er á æfingum eða með því að finna rétta leikmenn til að passa inn í það sem við erum að gera."

„Við erum ekkert endilega að leita að nöfnum heldur meira af karakterum og mönnum sem eru með rétt gildi. Það þrengir aðeins mengið,"
sagði Óskar Hrafn.
Athugasemdir
banner
banner
banner