Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 20. febrúar 2019 10:11
Elvar Geir Magnússon
Misskilningur bjó til rifrildi milli Klopp og Kovac
Króatinn Niko Kovac, þjálfari Bayern.
Króatinn Niko Kovac, þjálfari Bayern.
Mynd: Getty Images
Eftir markalaust jafntefli Liverpool og Bayern München í gær var hiti milli stjórana tveggja, Jurgen Klopp og Niko Kovac.

Um var að ræða handabandadramatík sem varð til vegna misskilnings. Báðir stjórar töluðu rifrildið niður eftir leikinn.

Klopp ætlaði að taka í höndina á Kovac en hann var farinn út á völl að taka í hendur leikmanna.

„Þetta var fyndinn misskilningur. Við erum á Englandi en í Þýskalandi er það hefðin að eftir leiki þá þakkar þú leikmönnum á undan stjóranum. Á Englandi byrjar þú að taka í höndina á stjóranum," segir Kovac.

„Ég framkvæmdi þetta eins og ég er vanur í Þýskalandi og baðst fyrirgefningar."

Klopp hélt að Kovac hefði ekki viljað taka í höndina á sér en það var allt saman misskilningur.

„Þetta er ekkert vandamál. Hann baðst afsökunar og þetta er ekkert mál," segir Klopp en seinni viðureign liðanna verður eftir þrjár vikur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner