Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Valencia verður nýr fyrirliði Man Utd
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er búinn að staðfesta að Antonio Valencia verður gerður að nýjum fyrirliða Manchester United.

Michael Carrick var fyrirliði síðasta tímabil en þar áður hafði Wayne Rooney verið fyrirliði í þrjú ár.

Valencia bar fyrirliðabandið stærstan hluta síðasta tímabils meðan Carrick var meiddur. Carrick er partur af þjálfarateymi Mourinho í dag.

„Valencia var fyrirliði á síðasta tímabili, ég held að hann verði fyrirliði. Ef hann er ekki á vellinum þá höfum við nokkra möguleika. Smalling, Young, Herrera og Mata geta allir tekið við bandinu," sagði Mourinho.

„Matic hefur allt sem þarf til að vera fyrirliði en hann kom bara fyrir ári síðan.

„Fyrirliðabandið skiptir mig ekki miklu máli. Andrúmsloftið skiptir meira máli. Leiðtogar hópsins skipta máli."


Mourinho minntist ekki á Paul Pogba, sem sýndi mikla leiðtogahæfileika er Frakkar unnu HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner