Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar um komu Haraldar - Getur líka spilað miðvörð
Haraldur í leiknum í gær.
Haraldur í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn á Árbæ í Mjólkurbikarnum og þar var hann spurður út í endurkomu Haraldar Einars Ásgrímssonar til félagsins.

Lestu um leikinn: Árbær 0 -  3 Fram

Fram keypti Harald frá FH á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrakvöld og aðspurður um komu hans og hvort Haraldur eða Már Ægisson fengju vinstri bakvarðarstöðuna sagði Rúnar.

„Ég ætla ekki að fara að segja þér hvernig ég stilli upp liðinu en þetta er bara samkeppni," sagði Rúnar.

„Már fer í nám til Bandaríkjanna í ágúst og við þurfum að hafa samkeppni um þessar stöður. Már getur líka spilað hægra megin, Alex er búinn að vera hægra megin og Már vinstra megin. Halli kemur og gefur stuðning."

„Halli getur líka spilað miðvörð í þriggja miðvarða kerfinu og við sjáum mikla möguleika í honum. Hann er uppalinn Framari og þekkir liðið og alla leikmenn vel. Hann er fljótur að aðlagast og við hendum honum beint í byrjunarliðið í dag til að hann fengi leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner