Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   mán 29. apríl 2024 20:46
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Fram skiptu stigunum á milli sín í kvöld þegar þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildar karla á N1 vellinum Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið 'sloppy' og töpuðum mikið af fyrsta og öðrum boltum. Vorum ekki alveg líkir sjálfum okkur." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við koma mjög vel út í seinni hálfleikinn og taka öll völd, skorum gott mark og sköpum nóg til þess að klára leikinn. Þú ert alltaf með opinn leik í stöðunni 1-0." 

„Frammarar sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik og þess vegna er þetta þeim mun meira svekkjandi að fá á sig þetta jöfnunarmark á 90. mín úr föstu leikatriði þar sem við eigum að geta varist betur og það er bara virkilega svekkjandi líka í ljósi þess að við erum núna búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér og það er bara dýrt."

Valsliðið hefur verið mikið gagnrýnt í upphafi móts en Arnar Grétarsson vildi þó lítið tjá sig um hana. 

„Menn mega tjá sig. Það eru allir með skoðanir í fótbolta og ef þú ert í fótbolta þá verður þú að þola það. Það hafa allir skoðanir á því hvernig menn eru að spila og hvernig menn eiga að bregðast við og svo framvegis og það er bara partur af þessu. Ég er ekkert að tjá mig um það og hef ekkert um það að segja." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner