Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 05. júní 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: E-riðill - 1. sæti
Brasilía
Brasilíumenn eru til alls líklegir.
Brasilíumenn eru til alls líklegir.
Mynd: Getty Images
Tite hefur verið að gera góða hluti. Miklar væntingar eru gerðar til hans.
Tite hefur verið að gera góða hluti. Miklar væntingar eru gerðar til hans.
Mynd: Getty Images
Neymar er búinn að vera meiddur en er klár í slaginn.
Neymar er búinn að vera meiddur en er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus er sóknarmaður númer eitt hjá Brössum.
Gabriel Jesus er sóknarmaður númer eitt hjá Brössum.
Mynd: Getty Images
Paulinho og Coutinho eru líklegir til að byrja saman á miðsvæðinu.
Paulinho og Coutinho eru líklegir til að byrja saman á miðsvæðinu.
Mynd: Getty Images
HM spá Fótbolta.net heldur áfram í dag og núna er komið að seinni helmingi riðlakeppninnar. Við erum búin að fara í gegnum A-, B-, C- og D-riðla og nú er komið að E-riðlinum. Þar leika Brasilía, Kosta Ríka, og tvær Evrópuþjóðir, Serbía og Sviss.

Það kemur fáum á óvart að Brasilíu er spáð efsta sæti í E-riðli. Brasilía fékk fullt hús stiga í spánni.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil

Í dag er rétt rúm vika í að mótið hefjist. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu 14. júní. Úrslitaleikurinn verður á sama velli, í Moskvu, 15. júlí.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir E-riðil:

1. sæti. Braslía, 44 stig
2. sæti. Sviss, 32 stig
3. sæti. Serbía, 18 stig
4. sæti. Kosta Ríka, 16 stig

Staða á heimslista FIFA: 2.

Um liðið: Búist var við því að Brasilía myndi vinna fyrir fjórum árum á heimavelli. Það fór ekki alveg eftir áætlun og man fólk sjö ástæðum fyrir því. Liðið var ekki að leika vel í fyrstu eftir vonbrigðin á síðasta Heimsmeistaramóti en eftir að Tite tók við breyttist andinn í kringum liðið. Brasilía varð fyrsta liðið á eftir Rússlandi til að tryggja sér þáttökurétt á HM og stefnir nú að sínum sjötta Heimsmeistaratitli.

Þjálfarinn: Tite er maðurinn sem stýrir Brasilíu. Hann er 57 ára gamall en hann nánast allan sinn feril þjálfað í heimalandinu, Brasilíu. Undir hans stjórn hefur brasilíska liðið verið að spila mjög vel og er hann gríðarlega vinsæll í landinu. Honum er treyst fyrir því að gera góða hluti í Rússlandi.

Hann tók mikilvægar ákvarðanir þegar hann tók við starfinu eins og að kalla Gabriel Jesus inn í liðið. Nú er bara að sjá hvað hann gerir með liðið næstu vikurnar, en ljóst er að væntingarnar eru miklar.

Árangur á síðasta HM: Fellu út í undanúrslitum gegn Þýskalandi. Niðurlægjandi 7-1 tap.

Besti árangur á HM: Heimsmeistarar 1958, 1962, 1970, 1994 og síðast 2002.

Leikir á HM 2018:
17. júní, Brazil - Sviss (Rostov-On-Don)
22. júní, Brasilía - Kosta Ríka (Sankti Pétursborg)
27. júní, Serbía - Brasilía (Moskva)

Af hverju Brasilía gæti unnið leiki: Þetta er jú Brasilía. Tite er búinn að búa til öflugt lið sem fór mikinn í undankeppninni. Þetta lið sem Tite hefur búið til er sterkt sóknarlega og varnarlega, það hefur skorað 42 mörk og fengið á sig fimm á síðustu tveimur árum.

Gæðin eru mikil í liðinu. Árið 2014 var mikil athygli á Neymar og auðvitað er enn athygli á honum en liðið reiðir sig ekki jafnmikið á hann og fyrir fjórum árum Neymar er bara kirsuberið á toppnum.

Af hverju Brasilía gæti tapað leikjum: Það er erfitt að tala um veikleika hjá þessu brasilíska liði. Ef maður ætti að nefna eitthvað þá geta bakverðirnir verið mjög sóknarsinnaðir og sterkir andstæðingar munu nýta sér plássið sem skapast þegar bakverðirnir fara fram.

Annað. Það hafa meiðsli herjað á liðið. Dani Alves er meiddur og missir af mótinu og þá er Neymar auðvitað búinn að vera meiddur eins og vel hefur verið fjallað. Neymar er kominn aftur af stað, en það er spurning í hvernig standi hann verður í mótinu. Vonandi fyrir Brasilíu verður hann í góðu standi.

Stjarnan: Neymar er auðvitað stjarnan í þessu frábæra fótboltaliði. Liðið er betra en fyrir fjórum en Neymar er auðvitað áfram stjarnan. Dýrasti knattspyrnumaður sögunnar og að margra mati eru aðeins Messi og Ronaldo betri.

Neymar er búinn að vera meiddur en skoraði í sínum fyrsta endurkomuleik eftir meiðslin, gegn Króatíu um síðustu helgi.


Fylgstu með: Gabriel Jesus. Fyrir fjórum árum voru Brassarnir að byrja með Fred frammi, já Fred! Nú er sóknarmaður með miklu meiri gæði að nafni Gabriel Jesus. Leikmaður sem hefur verið að gera góða hluti með Manchester City og gæti stolið senunni á þessu móti eins og Ronaldo gerði 1998.

Þess ber að geta að hinn 21 árs gamli Gabriel Jesus er kominn með níu mörk í 16 landsleikjum. Það er geggjuð tölfræði.

Paulinho er líka annar leikmaður sem ber að minnast á hér. Tite fékk hann inn í liðið þegar hann var enn að spila í Kína og það var umdeilt, en góð ákvörðun. Eftir að Tite kallaði Paulinho aftur í landsliðið ákvað Barcelona að kaupa Paulinho og átti hann ágætis tímabil þar. Er í líklegu byrjunarliði Brassa fyrir HM.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-1-4-1): Alisson; Fagner, Marquinhos, Joao Miranda, Marcelo; Casemiro; Willian, Paulinho, Philippe Coutinho, Neymar; Gabriel Jesus.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Alisson (Roma), Ederson (Manchester City), Cassio (Corinthians)

Varnarmenn: Miranda (Inter Milan), Marquinhos (PSG), Thiago Silva (PSG), Geromel (Gremio), Marcelo (Real Madrid), Fagner (Corinthians), Danilo (Manchester City), Filipe Luis (Atletico Madrid)

Miðjumenn: Casemiro (Real Madrid), Fernandinho (Manchester City), Paulinho (Barcelona), Renato Augusto (Beijing Guoan), Philippe Coutinho (Barcelona), Willian (Chelsea), Fred (Shakhtar Donetsk)

Sóknarmenn: Neymar (PSG), Gabriel Jesus (Manchester City), Firmino (Liverpool), Taison (Shakhtar Donetsk), Douglas Costa (Juventus)
Athugasemdir
banner
banner
banner