Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 05. júní 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: E-riðill - 3. sæti
Serbía
Seríu er spáð þriðja sæti í riðlinum.
Seríu er spáð þriðja sæti í riðlinum.
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic.
Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
Mladen Kristajic hefur aldrei stýrt liði í keppnisleik. Hans fyrsti keppnisleikur sem þjálfari verður 17. júní þegar Serbía mætir Kosta Ríka á HM í Rússlandi.
Mladen Kristajic hefur aldrei stýrt liði í keppnisleik. Hans fyrsti keppnisleikur sem þjálfari verður 17. júní þegar Serbía mætir Kosta Ríka á HM í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic.
Aleksandar Mitrovic.
Mynd: Getty Images
HM spá Fótbolta.net heldur áfram í dag og núna er komið að seinni helmingi riðlakeppninnar. Við erum búin að fara í gegnum A-, B-, C- og D-riðla og nú er komið að E-riðlinum. Þar leika Brasilía, Kosta Ríka, og tvær Evrópuþjóðir, Serbía og Sviss.

Samkvæmt spá Fótbolta.net missir Serbía af því að komast áfram og lendir í þriðja sæti riðilsins.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil

Í dag er rétt rúm vika í að mótið hefjist. Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu 14. júní. Úrslitaleikurinn verður á sama velli, í Moskvu, 15. júlí.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir E-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti. Serbía, 18 stig
4. sæti. Kosta Ríka, 16 stig

Staða á heimslista FIFA: 35.

Um liðið: Það er langt síðan Serbía hefur gert einhverjar rósir á stórmóti. Liðið komst ekki á síðasta HM og þar áður féll liðið út úr riðlakeppninni. Nú er Serbía með öflugan leikmannahóp, en leikmennirnir verða að vinna saman að settu markmiði, að komast í 16-liða úrslitin í Rússlandi.

Þjálfarinn: Þetta er athyglisvert. Mladen Krstajic tók við Serbíu nokkrum vikum eftir að liðið hafði tryggt sér þáttökurétt á Heimsmeistaramótinu. Slavoljub Muslin kom liðinu inn á mótið en hann var rekinn eftir að hafa lent saman við stjórnarmenn hjá knattspyrnusambandi Serbíu. Stjórnarmennirnir voru sagðir ósáttir við að Muslin skyldi ekki leyfa yngri leikmönnum að fá tækifæri og því var hann látinn taka pokann sinn.

Krstajic er 44 ára fyrrum varnarmaður serbneska landsliðsins sem lék til að mynda með Werder Bremen og Schalke á sínum ferli. Þjálfarferill hans er stuttur. Hann hefur aldrei verið aðalþjálfari, en hann var í þjálfaraliði Muslin áður en hann var rekinn. Krstajic hefur aldrei stýrt Serbum í keppnisleik, hans fyrsti keppnisleikur sem þjálfari verður fyrsti leikur Serbíu í Rússlandi.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Fjórða sæti sem Júgóslavía árin 1930 og 1962. Eftir að Júgóslavía hætti að vera til hefur Serbía aldrei komist upp úr riðlakeppninni.

Leikir á HM 2018:
17. júní, Kosta Ríka - Serbía (Samara)
22. júní, Serbía - Sviss (Kalíníngrad)
27. júní, Serbía - Brasilía (Moskva)

Af hverju Serbía gæti unnið leiki: Miðjan er gífurlega sterk hjá Serbum og gætu Matic og Milinkovic-Savic líklega komist inn í hvaða lið sem er í heiminum. Mitrovic hefur verið öflugur með Fulham eftir áramót og kemur ferskur inn á HM og Tadic er öflugur leikstjórnandi. Þá er vörnin mjög reynslumikil.

Milinkovic-Savic spilaði lítið í undankeppninni og það var ein af ástæðunum fyrir því að síðasti þjálfari var rekinn. Hann er kominn inn í liðið núna. Þetta er frábær leikmaður sem hefur verið einn besti leikmaður Seríu A á Ítalíu með Lazio. Auk Milinkovic-Savic, þá hefur nýr þjálfari Serbíu valið marga reynsluminni leikmenn í hópinn sem munu vonandi, fyrir Serbíu, koma með aukinn kraft inn í liðið.

Serbía hefur öll verkfærin til að fara mjög langt það er bara að bíða og sjá hvað Krstajic fær út úr liðinu, hvort hann nái að fínstilla lið sitt fyrir ævintýrið í Rússlandi.

Af hverju Serbía gæti tapað leikjum: Milinkovic-Savic fær fáa leiki til að stilla saman strengi sína með Matic og Luka Milivojevic, miðjumanni Crystal Palace. Þeir þrír munu eflaust byrja saman í Rússlandi, en þeir hafa lítið spilað saman vegna þess að Milinkovic-Savic fékk lítið að spila í undankeppninni.

Þjálfarinn hefur aldrei stýrt fótboltaliði í alvöru keppnsileik. Það verður að teljast áhyggjuefni, maður veit ekki alveg við hverju á að búast frá honum. Til þess að bæta ofan á reynsluleysi þjálfarans þá er lítil stórmótareynsla í þessu liði.

Varnarlínan með Branislav Ivanovic og Aleksandr Kolarov fremsta í flokki er komin nokkuð á aldur og hraðinn er ekki sá mesti. Gegn hröðum sóknarmönnum eins og Gabriel Jesus til dæmis, það gæti skapað mikil vandræði.

Stjarnan: Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, er mjög mikilvægur fyrir serbneska liðið. Hann er að koma úr flottu tímabili með United og kemur með fínt sjálfstraust til Rússland. Hann Milivojevic og Milinkovic-Savic mynda sterku miðju, að minnsta kosti á pappírnum fræga.

Það ber líka að nefna Aleksandar Mitrovic hér. Hann skoraði sex mörk í undankeppninni og kemur inn í þetta mót eftir að hafa spilað vel með Fulham í Championship-deildinni á láni frá Newcastle. Mitrovic er enn bara 23 ára.

Fylgstu með: Sergej Milinkovic-Savic, leggðu þetta nafn á minnið. Hávaxinn miðjumaður sem hefur verið líkt við Paul Pogba. Hann átti frábært tímabil með Lazio í vetur og ef hann á gott sumar þá munu stærstu félagslið heims bítast um hann. Þessi leikmaður getur komið með mörk inn í þetta lið.

Milinkovic-Savic spilaði lítið sem ekkert í undankeppninni en nýr þjálfari hefur mikið álit á honum. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum og Matic saman.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Vladimir Stojkovic; Antonio Rukavina, Branislav Ivanovic, Matija Nastasic, Aleksandar Kolarov; Nemanja Matic, Luka Milivojevic; Dusan Tadic, Sergej Milinkovic-Savic, Filip Kostic; Aleksandar Mitrovic.

Leikmannahópurinn:
Serbía hefur valið sinn 23 manna hóp. Athyglisvert er af 12 af leikmönnunum hafa spilað minna en 10 landsleiki.

Markverðir: Vladimir Stojkovic (Partizan Belgrade), Predrag Rajkovic (Maccabi Tel Aviv), Marko Dmitrovic (Eibar)

Varnarmenn: Aleksandar Kolarov (Roma), Branislav Ivanovic (Zenit St Petersburg), Dusko Tosic (Guangzhou R&F), Antonio Rukavina (Villarreal), Milos Veljkovic (Werder Bremen), Milan Rodic (Red Star Belgrade), Uros Spajic (Krasnodar), Nikola Milenkovic (Fiorentina)

Miðjumenn: Nemanja Matic (Manchester United), Luka Milivojevic (Crystal Palace), Sergej Milinkovic-Savic (Lazio), Marko Grujic (Liverpool), Adem Ljajic (Torino), Dusan Tadic (Southampton), Filip Kostic (Hamburg), Andrija Zivkovic (Benfica), Nemanja Radonjic (Red Star Belgrade)

Sóknarmenn: Aleksandar Mitrovic (Newcastle), Aleksandar Prijovic (PAOK Salonika), Luka Jovic (Benfica)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner