Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 02. nóvember 2017 17:40
Elvar Geir Magnússon
Bojana gerði þriggja ára samning við KR (Staðfest)
Katrín Ómarsdóttir er spilandi aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR.
Katrín Ómarsdóttir er spilandi aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bojana Besic og Katrín Ómarsdóttir skrifuðu í dag undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KR um þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

KR hefur staðfest þetta á heimasíðu félagsins en Fótbolti.net greindi frá því á þriðjudaginn að Bojana og Katrín myndu þjálfa liðið.

Bojana hóf störf í KR árið 2013 og hefur verið yfirþjálfari og þjálfari yngri flokka síðan þá.

Katrín, sem er þrítug, mun vera spilandi aðstoðarþjálfari, hún er uppalin hjá félaginu og á að baki fjöldan allan af landsleikjum fyrir landslið Íslands sem og meistaraflokk KR.

Edda Garðarsdóttir hefur þjálfað KR undanfarin tvö ár en hún hætti með liðið fyrr í mánuðinum. KR endaði í 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner