Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 30. nóvember 2017 17:37
Magnús Már Einarsson
Ásdís Karen og Guðrún Karítas í Val (Staðfest)
Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari, Ásdís Karen, Guðrún Karítas og Pétur þjálfari.
Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari, Ásdís Karen, Guðrún Karítas og Pétur þjálfari.
Mynd: Valur
Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir hafa gengið til liðs við Val en þær koma til félagsins frá KR.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir skrifaði undir þriggja ára sdamning en Ásdís samdi til tveggja ára.

„Hér eru á ferðinni tvær öflugar knattspyrnukonur sem spiluðu stórt hlutverk með sínu félagsliði á seinasta tímabili. Hjá Val bíður þeirra ný áskorun í metnaðarfullu umhverfi sem á eftir að styrkja þær og efla enn frekar," segir í fréttatilkynningu frá Val.

Guðrún Karítas sem er 21 árs gömul er uppalin hjá ÍA en hún hefur einnig leikið með Stjörnunni og KR. Guðrún á að baki 99 meistaraflokks leiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim leikjum 32 mörk. Hún á jafnframt 16 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ásdís Karen verður 18 ára í desember og á hún að baki 48 leiki í meistaraflokki og 25 leiki með yngri landsliðum. Í þessum leikjum hefur Ásdís skorað 13 mörk.

Pétur Pétursson tók við þjálfun Vals í haust en í síðustu viku samdi landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner