Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 08. júní 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: G-riðill - 1. sæti
Belgía
Eden Hazard og félagar ætla sér stóra hluti.
Eden Hazard og félagar ætla sér stóra hluti.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne er lykilmaður hjá Belgíu.
Kevin de Bruyne er lykilmaður hjá Belgíu.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez og Thierry Henry.
Roberto Martinez og Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Lukaku er markahæsti leikmaður í sögu Belgíu.
Lukaku er markahæsti leikmaður í sögu Belgíu.
Mynd: Getty Images
Tielemans er 21 árs miðjumaður Mónakó.
Tielemans er 21 árs miðjumaður Mónakó.
Mynd: Getty Images
Nær Belgía að fara alla leið?
Nær Belgía að fara alla leið?
Mynd: Getty Images
Það fer að styttast í annan endann á HM spánni hjá okkur á Fótbolta.net. Í dag er komið að G-riðlinum sem inniheldur Belgíu, England, Panama og Túnis.

Belgíu er spáð sigri í riðlinum.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir G-riðil:

1. sæti. Belgía, 43 stig
2. sæti. England, 33 stig
3. sæti. Túnis, 19 stig
4. sæti. Panama, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 3.

Um liðið: Þessi kynslóð Belgíu er ótrúlega sterk, liðið er frábærlega vel mannað en hefur hingað til gert lítið sem ekki neitt með þennan frábæra mannskap. Liðið féll út í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir tap gegn Wales, Wales! Nú er kominn nýr þjálfari í brúnna og krafa á betri árangur.

Þjálfarinn: Spánverjinn Roberto Martinez tók við Belgíu eftir EM 2016. Martinez er þjálfari sem Íslendingar kannast við úr enska boltanum, en hann þjálfaði Swansea, Wigan og Everton áður en hann var ráðinn til Belgíu 2016. Honum til aðstoðar hjá Belgíu er Arsenal goðsögnin Thierry Henry.

Undir stjórn Martinez varð Belgía fyrsta liðið frá Evrópu til þess að tryggja sig inn á HM í Rússlandi.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í 8-liða úrslitum gegn Argentínu.

Besti árangur á HM: Fjórða sæti árið 1986.

Leikir á HM 2018:
18. júní, Belgía - Panama (Sochi)
23. júní, Belgía - Túnis (Moskva)
28. júní, England - Belgía (Kalíníngrad)

Af hverju Belgía gæti unnið leiki: Þetta er besti leikmannahópur í sögu Belgíu. Það eru gæði í öllum stöðu, sérstaklega sóknarlega á vellinum; Lukaku, Hazard, De Bruyne, þetta eru geggjaðir fótboltamenn. Með þessa leikmenn í sínum röðum á Belgía að valta yfir lið eins og Panama og Túnis.

Með leikmannahóp á borð við þennan þá verður að líta á Belgíu sem eitt sigurstranglegasta liðið á mótinu.

Af hverju Belgía gæti tapað leikjum: Nánast sömu leikmenn fóru á EM 2014 og HM 2016 og stóðu ekki undir væntingum. Það hefur reynst vandamál að finna rétta leikkerfið. Belgía mun spila með þriggja manna varnarlínu og vinstri vængbakvarðarstaðan er vandamál þar. Kantmaður mun líklega spila í stöðunni og það er áhætta þegar kemur að varnarleiknum. Það verður þá að teljast athyglisvert að miðjumenn eins og Marouane Fellaini og Axel Witsel séu valdir fram yfir Radja Nainggolan sem hætti með landsliðinu eftir að hann var ekki valinn í HM-hópinn.

Vincent Kompany er tæpur fyrir mótið en ef hann missir af einhverjum leikjum þá mun Thomas Vermaelen líklega hoppa inn í vörnina. Vermaelen hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Barcelona og hans leikform er ekki gott.

Leikmenn Belgíu þurfa fyrst og fremst að hafa trú á því að þeir geti farið langt í mótinu, það virðist hafa vantað á síðustu stórmótum.

Stjarnan: Kevin de Bruyne. Var að eiga magnað tímabil með Manchester City, var besti maðurinn í Englandsmeistaraliði. Hefur ótrúleg gæði á miðjunni og á það til að búa til frábær færi fyrir liðsfélaga sína.

Fylgstu með: Youri Tielemans og Leander Dendoncker, tveir framtíðarmenn í þessu liði. Fylgstu sérstaklega vel með þeim fyrrnefnda, það er góður miðjumaður sem margir aðdáendur Football Manager tölvuleiksins kannast eflaust vel við.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (3-4-2-1): Thibaut Courtois; Toby Alderweireld, Vincent Kompany, Jan Vertonghen; Thomas Meunier, Kevin De Bruyne, Mousa Dembele, Yannick Carrasco; Eden Hazard, Dries Mertens; Romelu Lukaku.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: Thibaut Courtois (Chelsea), Simon Mignolet (Liverpool), Koen Casteels (Wolfsburg)

Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Celtic), Leander Dendoncker (Anderlecht), Vincent Kompany (Manchester City), Thomas Meunier (Paris Saint-Germain), Thomas Vermaelen (Barcelona), Jan Vertonghen (Tottenham Hotspur)

Miðjumenn: Yannick Carrasco (Dalian Yifang), Kevin de Bruyne (Manchester City), Mousa Dembele (Tottenham Hotspur), Marouane Fellaini (Manchester United), Youri Tielemans (Monaco), Axel Witsel (Tianjin Quanjian), Nacer Chadli (West Bromwich Albion)

Sóknarmenn: Michy Batshuayi (Chelsea), Eden Hazard (Chelsea), Thorgan Hazard (Borussia Mönchengladbach), Romelu Lukaku (Manchester United), Dries Mertens (Napoli), Adnan Januzaj (Real Sociedad)
Athugasemdir
banner
banner