Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 09. desember 2016 21:44
Jóhann Ingi Hafþórsson
Championship: Brighton á toppinn með sigri á Leeds
Glenn Murray skoraði í kvöld.
Glenn Murray skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 0 Leeds
1-0 Glenn Murray ('24 , víti)
2-0 Tomer Hemed ('82 , víti)
Rautt spjald:Kalvin Phillips, Leeds ('23)

Brighton hélt góðu gengi sínu í Championship deildinni áfram í kvöld með 2-0 sigri á Leeds á heimavelli sínum.

Þeir byrjuðu betur og komust í 1-0 á 24. mínútu en þá skoraði Glenn Murray úr víti sem dæmt var á Kalvin Phillips en Phillips varði þá boltann með hendinni á marklínu og var honum hent upp í stúku fyrir vikið.

Brighton bætti svo við öðru marki undir lokin úr annarri vítaspyrnu og þar við sat.

Með sigrinum komst Brighton í toppsætið en þeir eru tveim stigum á undan Newcastle sem á leik inni.

Leeds er í 4. sæti, tíu stigum á eftir Brighton.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner