Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaslagur í úrslitaleik danska bikarsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslitaleikir danska bikarsins fóru fram í kvöld og er ljóst að það verður Íslendingaslagur í úrslitaleiknum.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg rúlluðu yfir Fredericia í fyrri leik liðanna og mættu því spakir til leiks í kvöld en lentu tveimur mörkum undir á fyrsta hálftímanum.

Stefán Teitur var í byrjunarliðinu en honum var skipt útaf eftir 65 mínútur. Stefán var einnig í byrjunarliðinu í fyrri leik liðanna og skoraði þar tvennu í fyrri hálfleik áður en honum var skipt af velli í leikhlé.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Fredericia en samanlagt vinnur Silkeborg einvígið 6-3 eftir stórsigur á heimavelli.

Mikael Neville Anderson var þá í byrjunarliði AGF sem tók á móti Nordsjælland eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli.

Liðin mættust í Árósum og var leikurinn hnífjafn þar sem hvorugu liði tókst að skora fyrr en í uppbótartíma.

Á lokakaflanum juku gestirnir frá Norður-Sjálandi sóknarþungan og við það opnuðust glufur í vörninni, sem heimamenn nýttu sér til að koma boltanum í netið og innsigla þannig sigur í undanúrslitum.

Mikael og Stefán munu því mætast í úrslitaleik danska bikarsins.

Fredericia 2 - 0 Silkeborg

AGF 1 - 0 Nordsjælland

Athugasemdir
banner
banner
banner