Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þeir eru ekki komnir í næstu umferð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp var gríðarlega ósáttur með leik sinna manna eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Atalanta í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Atalanta nýtti færin sín mun betur heldur en heimamenn í Liverpool sem voru afar langt frá sínu besta í tapinu, en Klopp hefur trú á að hans menn geti komið til baka á útivelli að viku liðinni.

„Því miður þá hef ég í raun ekkert jákvætt að segja um leikinn. Við byrjuðum vel og Darwin Núnez átti góðan sprett en eftir það vorum við virkilega lélegir og það er ekkert jákvætt sem ég hef að segja. Atalanta spilaði góðan leik, þeir skoruðu þrjú mörk og verðskulduðu sigurinn," sagði Klopp að leikslokum. „Við týndum okkur alveg í leiknum, við vorum allir út um allt en einhvern veginn ekki neinstaðar.

„Strákarnir voru illa staðsettir og gerðu mikið af klaufamistökum. Ég mun horfa aftur á þennan leik á mánudaginn og ég veit að við getum gert mikið betur í seinni leiknum. Við getum unnið þessa forystu til baka ef við spilum upp á okkar besta. Þeir eru ekki komnir í næstu umferð þrátt fyrir þennan sigur."


Liverpool er í brjálaðri leikjatörn sem stendur og eru meiðslavandræði ekki að hjálpa til. Lærisveinar Klopp eru að spila á þriggja daga fresti í heilan mánuð, en þeir taka næst á móti Crystal Palace á sunnudaginn áður en seinni leikurinn gegn Atalanta fer fram næsta fimmtudag.

„Það er mikilvægt að bregðast við af krafti á sunnudaginn. Okkur líður ömurlega núna og það er mikilvægt. Strákarnir munu eiga erfitt með svefn en þeir þurfa að læra af þessu. Núna hefst undirbúningurinn fyrir Crystal Palace.

„Ég vissi ekki að við gætum spilað svona illa eins og við gerðum í dag. Þetta var ótrúlega slæmt. Undir lokin fengum við svo bestu færin okkar og gátum ekki nýtt þau. Ég veit að strákarnir geta gert betur, þeir þurfa að sýna það í næstu leikjum."

Athugasemdir
banner
banner