Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fim 11. apríl 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Tinna og Dröfn afgreiddu Gróttu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Grótta 2 - 4 Grindavík
1-0 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('12 )
1-1 Dröfn Einarsdóttir ('22 )
1-2 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('50 )
2-2 Katelyn Kellogg ('62 , Sjálfsmark)
2-3 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('67 )
2-4 Dröfn Einarsdóttir ('84 )

Grótta og Grindavík áttust við í eina leik dagsins í Lengjubikarnum og úr varð hörkuleikur þar sem sex mörk litu dagsins ljós.

Liðin mættust í B-deild Lengjubikars kvenna og tóku heimastúlkur á Seltjarnarnesi forystuna snemma leiks þegar Rebekka Sif Brynjarsdóttir skoraði.

Dröfn Einarsdóttir jafnaði fyrir Grindavík og var staðan jöfn, 1-1, í leikhlé. Tinna Hrönn Einarsdóttir tók forystuna fyrir Grindvíkinga í upphafi síðari hálfleiks en Grótta jafnaði þegar Katelyn Kellogg skoraði sjálfsmark á 62. mínútu.

Staðan var því jöfn 2-2 en markaskorararnir Tinna Hrönn og Drífa voru ekki hættar. Þær bættu við sitthvoru markinu til að ganga frá Gróttu og útkljáðu þannig viðureignina.

Þessi úrslit þýða að Afturelding er svo gott sem búin að sigra B-deildina, þar sem Grótta á ekki lengur möguleika á toppsætinu og ekki Grindavík heldur - nema að Grindvíkingum takist að sigra Aftureldingu með átta marka mun í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner