Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 12. nóvember 2017 15:48
Einar Kristinn Kárason
Jón Ólafur ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV (Staðfest)
Jón Ólafur Daníelsson.
Jón Ólafur Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur við undirskrift fyrr í dag, ásamt Sindra Snæ Magnússyni og Magnúsi Steindórssyni.
Jón Ólafur við undirskrift fyrr í dag, ásamt Sindra Snæ Magnússyni og Magnúsi Steindórssyni.
Mynd: Einar Kristinn Kárason
Rétt í þessu skrifaði Jón Ólafur Daníelsson undir eins árs samning við ÍBV. Hann verður aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar hjá karlaliði ÍBV næsta sumar.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV, en hann hættir nú í því hlutverki. Hann verður áfram leikmaður en er hættur sem aðstoðarþjálfari.

Jón Ólafur ræddi við við Fótbolta.net eftir undirskrift.

„Þetta byrjaði tveimur dögum fyrir fyrsta leik af nýafstöðnu tímabili. Svo kom Andri (Ólafsson) inn í þetta með okkur þegar hann þurfti að hætta að spila. Samvinnan gekk mjög vel og við náðum að vinna mjög vel saman og því var ákveðið að halda þessu samstarfi áfram," sagði Jón Ólafur við Fótbolta.net.

„Deildin var vonbrigði og einhvern veginn vorum við alltaf í einhverjum skakkaföllum og það var alltaf á brattann að sækja. En bikarkeppnin gekk vonum framar. svo náttúrulega gjörsigruðum við Akureyringa í síðasta leik og við ætlum að byggja á þessu áfram."

Eyjamenn hafa misst marga stóra pósta eftir að tímabilinu lauk, en tilkynnt var um daginn að Ágúst Leó Björnsson, ungur framherji, væri genginn til liðsins frá Stjörnunni.

„Þetta er strákur sem átti mikla framtíð fyrir sér en lenti í slæmum meiðslum, kannski þarf vel mannað lið eins og Stjarnan ekki að tefla fram svona leikmönnum. Þeir kannski þurfa að lána þessa leikmenn frá sér á meðan þeir sanna sig en við hérna í Eyjum þurfum að grípa þessi fráköst og henda þeim beint í djúpu laugina."

„Það hefur gengið vel hingað til að fá unga leikmenn sem hafa heldur betur staðið sig eins og Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson og fleiri," sagði Jón Ólafur.

„Ágúst segist ætla að koma hingað og verða Vestmannaeyingur. Síðan erum við með töluvert fleiri járn í eldinum og ef að allt gengur eftir þá ættum við að vera samkeppnishæfir á næsta tímabili."

„Við erum að vonast til að vera komnir með endanlegt lið þegar febrúar-mánuður gengur í garð."

Hvert er markmið Jóns sem þjálfara? „Markmið mitt sem þjálfari er alltaf að taka einn leik fyrir í einu og vinna hann."

Viðtalið við Jón Óla má sér hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner