Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. september 2014 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sterling breytti líferni sínu utan vallar
Raheem Sterling hefur verið á eldi.
Raheem Sterling hefur verið á eldi.
Mynd: Getty Images
„Ég hef þurft að sleppa mörgu af því sem jafnaldrar mínir gera," segir Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, í viðtali við Mirror.

Sterling hefur verið ákaflega öflugur fyrir Liverpool en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann gengið í gengum öldudal á ferlinum. 17 ára lék hann fyrsta aðalliðsleikinn en fór svo að fanga fyrirsagnirnar fyrir vandræði utan vallar.

Eftir að hafa verið settur út í kuldann náði Sterling aftur á beinu brautina og tekur nú gríðarlega hröðum framförum.

„Ég hef þurft að loka á ýmislegt. Ég hitti vini mína enn á frídögum en annars er ekkert sem kemst að hjá mér nema fótboltinn eins og stjórinn hefur sagt mér að gera. Fara á æfingar, koma heim, fara aftur á æfingar. Svona hefur þetta verið í tólf mánuði."

„Það hefur skilað sér að ég hef fórnað miklu. Með því hef ég tekið stórt skref fram á við. Það er ein aðalástæða þess að ég hef tekið svona miklum framförum," segir Sterling.

Það er ekki hægt að vera venjulegur unglingur þegar augu heimsins beinast að þér. Þetta gerði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ljóst fyrir Sterling.

„Hann gerði það ljóst fyrir mér að ég væri opinber persóna sem væri alltaf verið að fylgjast með. Ég þurfti að breyta ýmsu. Það hefur hjálpað mér utan vallar og innan. Á síðasta ári var ég ekki að komast í liðið og það var erfitt en það fékk mig til að setjast niður og hugsa hvað ég þyrfti að gera."

Það var ekki bara breytt hegðun utan vallar sem skilaði þessum árangri. Hann og umboðsmaður hans fóru í gegnum myndbandsupptökur.

„Við skoðum vel það sem ég gerði rétt þegar ég var í liðinu og hvað gerði það að verkum að ég komst ekki í það. Þegar ég spilaði með varaliðinu var ég ógnandi fram á við og óhræddur en leitaði öruggari leiða með aðalliðinu. Ég þurfti að ná varnarmönnum upp á tærnar aftur," segir Raheem Sterling.
Athugasemdir
banner
banner