Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
banner
   fim 14. mars 2024 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór er úr leik í Lengjubikarnum eftir svekkjandi tap gegn Breiðablik í undanúrslitunum í Boganum í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

„Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona súrt tap þar sem mér fannst við ofan á nánast allan leikinn og mér leið eftir leikinn eins og við hefðum unnið þetta 3 til 4-0 núll," sagði Siggi.

„Þetta var bara eins og við erum búnir að vera spila. Það var gaman að fá alvöru lið hingað og geta séð hvar við stöndum og miðað við þessa frammistöðu erum við á mjög flottum stað. En við viljum ennþá meira og vera betri og kröftugri og þá erum við í mjög góðum málum í sumar."

Siggi Höskulds var ráðinn til Þórs í vetur en hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar. Valur samdi við Gylfa Þór Sigurðsson í dag en Siggi var spurður út í þessi risa tíðindi.

„Þótt að ég sé Valsari og þetta snertir mig svolítið líka þá held ég að þetta sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta. Eina sem maður heyrir er að hann er á mjög góðum stað líkamlega. Þetta er virkilega spennandi og vonandi sjáum við hann sem mest inn á vellinum og hann nái takti strax og verður flottur," sagði Siggi.

„Umræðan var svolítið eins og Besta deildin væri að detta niður, áhuginn. Þetta hlítur að rífa það allsvakalega upp. Nú eru bara tvær til þrjár vikur í mótið, manni fannst þetta fara rosa hægt af stað, þetta mun sprengja deildina alveg klárlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner